Lygna þingmanninum sparkað af þingi Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 16:33 George Santos á leið úr þinghúsi Bandaríkjanna, mögulega í síðasta sinn, seinni partinn í dag. AP/Stephanie Scarbrough Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að víkja Repúblikananum George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ af þingi. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Santos var kjörinn á þing fyrir rúmu ári en honum tókst að snúa kjördæmi í New York sem hafði um árabil verið í höndum Demókrata. Skömmu eftir að hann vann fóru fregnir af lygum hans og ósannleika að berast. Former Rep. George Santos departs the U.S. Capitol following his expulsion. pic.twitter.com/XZrvGdtyaU— CSPAN (@cspan) December 1, 2023 Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Þetta var í annað sinn sem þingmenn greiddu atkvæði um að vísa Santos af þingi en hann stóð þá fyrri af sér en tvo þriðju þingmanna þarf til að vísa þingmanni af þingi. Fulltrúadeildin skiptis 222-213 milli flokka með Repúblikana í meirihluta. Miðað við mætingu þurftu 282 þingmenn að greiða atkvæði með því að vísa honum af þingi. Að þessu sinni greiddu 311 þingmenn atkvæði með því að vísa Santos af þingi. 114 sögðu nei og tveir sátu hjá. Santos varð þar með einungis sjötti þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem vísað er af þingi. Speaker Johnson announces that Santos has been expelled pic.twitter.com/6ou2ckLLPt— Aaron Rupar (@atrupar) December 1, 2023 Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um Santos, þar sem hann var sakaður um að nota hvert tækifæri til að hagnast persónulega. Nefndin sagði Santos hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Í skýrslu nefndarinnar segir að gögn hafi verið send til saksóknara sem ákærður Santos fyrr á árinu fyrir fjársvik. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Santos var kjörinn á þing fyrir rúmu ári en honum tókst að snúa kjördæmi í New York sem hafði um árabil verið í höndum Demókrata. Skömmu eftir að hann vann fóru fregnir af lygum hans og ósannleika að berast. Former Rep. George Santos departs the U.S. Capitol following his expulsion. pic.twitter.com/XZrvGdtyaU— CSPAN (@cspan) December 1, 2023 Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Þetta var í annað sinn sem þingmenn greiddu atkvæði um að vísa Santos af þingi en hann stóð þá fyrri af sér en tvo þriðju þingmanna þarf til að vísa þingmanni af þingi. Fulltrúadeildin skiptis 222-213 milli flokka með Repúblikana í meirihluta. Miðað við mætingu þurftu 282 þingmenn að greiða atkvæði með því að vísa honum af þingi. Að þessu sinni greiddu 311 þingmenn atkvæði með því að vísa Santos af þingi. 114 sögðu nei og tveir sátu hjá. Santos varð þar með einungis sjötti þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem vísað er af þingi. Speaker Johnson announces that Santos has been expelled pic.twitter.com/6ou2ckLLPt— Aaron Rupar (@atrupar) December 1, 2023 Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um Santos, þar sem hann var sakaður um að nota hvert tækifæri til að hagnast persónulega. Nefndin sagði Santos hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Í skýrslu nefndarinnar segir að gögn hafi verið send til saksóknara sem ákærður Santos fyrr á árinu fyrir fjársvik. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32