„Sorglegt“ ef pökkunum undir trénu fer ekki að fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2023 13:47 Pakkarnir undir trénu eru færri en þeir hafa verið á sama tíma síðustu ár. Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér. „Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“ Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
„Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“
Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira