Þórsarar hafa átt góðu gengi að fagna framan af tímabili og það hélt áfram í dag þegar Fjölnir mætti á Akureyri. Heimaliðið var mun sterkara í upphafi og gekk nærri frá leiknum í fyrri hálfleik.
Á endanum fór það svo að Þór vann með 10 stiga mun, lokatölur 85-75. Var þetta fimmti sigur liðsins í fyrstu 10 leikjum tímabilsins.
Lore Devos var stigahæst í liði Þórs með 25 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Madison Sutton kom þar á eftir með 23 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Hjá Fjölni skoraði Raquel Laneiro 35 stig og Korinne Campbell skoraði 24 stig og tók 12 fráköst.
Þór Ak. er í 5. sæti deildarinnar á meðan Fjölnir er í 8. sæti.