Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 13:15 Að sögn Helgu Völu er sú staða komin upp að ekki sé hægt að halda áfram aðförinni gegn Eddu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. „Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“ Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
„Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“
Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira