Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2023 08:31 Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Stéttarfélög Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun