Rútubílstjóri Airport Direct fékk áfallahjálp eftir slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:29 Frá vettvangi í gærmorgun. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir rútubílstjóra fyrirtækisins, sem keyrði á erlendan ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun, í áfalli eftir atvikið. Erfiðar aðstæður hafi verið þegar slysið varð í ljósaskiptum. Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26