Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 18:19 Leyniskyttur þurfa að taka margar jöfnur inn í reikninga sína á löngum skotum. Þessi myndin var tekin á þjálfun úkraínskra leyniskytta fyrr á árinu. Getty/Ozge Elif Kizil Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent