Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 7. desember 2023 09:00 Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun