Er mögulegt að eflast, vaxa og njóta lífsins eftir ofbeldi í nánu sambandi? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 9. desember 2023 09:01 Kynbundið ofbeldi er alvarlegt og útbreitt samfélagslegt vandamál á heimsvísu og algengasta birtingarmynd þess er ofbeldi í nánu sambandi, þar sem gerandinn er núverandi eða fyrrverandi maki. Útbreiðsla og algengi ofbeldis í nánu sambandi er slíkt og neikvæðar afleiðingar þess á lýðheilsu svo alvarlegar að því hefur verið líkt við heimsfaraldur. Allt þetta vitum við. Okkur er kunnugt um neikvæð áhrif á heilsu kvenna sem hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi. Við vitum að börnin verða einnig fyrir neikvæðum áhrifum af ofbeldinu. Við heyrum af því frábæra starfi sem verið er að vinna í mismunandi úrræðum sem styðja konur sem eru í ofbeldissamböndum eða hafa sögu um slík sambönd. Og öll öndum við léttar þegar kona nær að losna út úr ofbeldissambandi. En hvað tekur þá við? Ef við hugsum málið út frá þeirri vitneskju sem við búum yfir varðandi ofbeldi í nánum samböndum: Er hægt að gera ráð fyrir því að allt verði gott þegar kona flytur frá ofbeldismanni? Hverfa eftirstöðvar ofbeldisins þá eins og dögg fyrir sólu? Öðlast kona sjálfstraust, fulla starfsorku, framtíðarsýn og sjálfstæði eftir jafnvel áralangt ofbeldi og niðurbrot? Verður hún alheilbrigð á eins og einni nóttu? Við vitum svarið. Það er nei. Neikvæð áhrif ofbeldis eru margslungin, þau fylgja mörgum konum eins og skuggi árum saman og jafnvel ævilangt og skerða um leið lífsgæði þeirra og jafnvel afkomenda þeirra. Það er ósanngjarnt að kona eigi ekki kost á því að njóta lífsins til fulls vegna þess að einhver annar tók þá ákvörðun að beita hana ofbeldi. Eða vegna þess að hún fær ekki frið fyrir gerandanum þó sambandinu sé lokið. Eða af því að hún er fátæk sökum þess að eigum hennar var eytt að henni forspurðri í óendanlega löngu skilnaðarferli. Eða af því að hún getur ekki unnið fyrir sér sökum heilsubrests af völdum ofbeldis. Eða af því að gerandinn notar börnin til að ná sér niðri á henni, með lögin sér til halds og trausts. Eða af því að hún er svo brotin að hún getur ekki borið hönd yfir höfuð sér og fær ekki þá heildrænu leiðbeiningu sem hún þarf. Svona mætti halda lengi áfram. Hugtakið efling og vöxtur í kjölfar áfalla (e. post-traumatic growth) felur í sér: Jákvæða sálfræðilega breytingu hjá einstaklingi eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegan styrk; aukna ánægju í samböndum við annað fólk; og jákvæða breytingu á lífssýn þar sem viðkomandi kemur auga á nýja möguleika í lífinu. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfri sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir viðkomandi sem manneskju. Eiga konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi möguleika á því að eflast og vaxa á þennan hátt? Þetta vildum við rannsaka. Tuttugu og tvær íslenskar konur sem höfðu náð að eflast og vaxa eftir ofbeldi í nánu sambandi höfðu samband og vildu taka þátt í rannsókn okkar viðfangsefninu. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um birtingarmynd eflingar og vaxtar þolenda og þá hvetjandi þætti og hindranir sem þær mættu á vegferð sinni að eflingu og vexti. Efling og vöxtur þátttakenda fól í sér að konurnar höfðu öðlast jákvæðari viðhorf og tilfinningar í eigin garð en áður. Þær voru umburðarlyndari og hjálpsamari í garð annarra en sögðust setja öðru fólki skýr mörk. Þær höfðu öðlast framtíðarsýn og bjuggu yfir seiglu og ákveðni. Á leið sinni að eflingu og vexti reyndist konunum hjálplegt að búa yfir innri styrk og þrautseigju, að horfast í augu við að hafa verið í ofbeldissambandi og leita sér hjálpar, eiga öruggt húsaskjól og búa við fjárhagslegt öryggi. Konurnar lögðu sig fram við að sýna sjálfum sér kærleika og skilning, settu öðrum mörk og tóku stjórnina í lífi sínu. Stuðningur sem veittur var á þeirra forsendum var hjálplegur. Neikvæðar tilfinningar og viðhorf þeirra sjálfra í eigin garð, ásamt heilsufarsvandamálum og krefjandi persónulegum aðstæðum gátu reynst stórar hindranir á vegferð þeirra að eflingu og vexti. Gerendurnir áttu sinn þátt í því að hindra eflingu og vöxt kvennanna, ásamt lögum og reglum sem konunum var gert að beygja sig undir, oft gegn vilja sínum og betri vitund. Hér áðan var ofbeldi í nánum samböndum líkt við heimsfaraldur sökum útbreiðslu, algengi og alvarleika. Afleiðingar þess geta haft varanleg neikvæð áhrif á lífsgæði þolenda, afkomenda þeirra og á samfélagið í heild. Sérstaklega ef ekki næst að kveikja von um betri tíð. Sættum við okkur við slík málalok í öðrum heimsfaröldrum? Gætum við tekið höndum saman hér á litla Íslandi og stutt þolendur ofbeldis í nánu sambandi á heildrænni máta? Stutt þær á markvissan hátt, hlustað á þær, komið á samtali milli kerfa og jafnvel breytt lögum til að tryggja rétt og velferð þeirra og barna þeirra? Niðurstöður þessarar rannsóknar, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, má líta á sem ákveðna hugvekju varðandi þá þætti sem gæti reynst gagnlegt að hafa í huga við slíka vinnu. Konurnar tuttugu og tvær sem tóku þátt í þessari rannsókn sögðu sögu sína í þeim tilgangi að kveikja von í brjósti þolenda ofbeldis. Von um að möguleikinn á því að eiga gott og innihaldsríkt líf sé þrátt fyrir allt fyrir hendi. Að kveikja slíka von er ekki aðeins mikilvægt fyrir þolendur ofbeldis, heldur fyrir okkur öll sem búum saman í samfélagi mannanna. Höfundur er lektor við heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og fyrrverandi verkefnastýra áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og byggir á erindi sem flutt var í Ljósagöngu gegn ofbeldi sem farin var á Akureyri, 30. nóvember síðastliðinn og var skipulögð af Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu, Zontaklúbb Akureyrar og Sorptimista klúbb Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er alvarlegt og útbreitt samfélagslegt vandamál á heimsvísu og algengasta birtingarmynd þess er ofbeldi í nánu sambandi, þar sem gerandinn er núverandi eða fyrrverandi maki. Útbreiðsla og algengi ofbeldis í nánu sambandi er slíkt og neikvæðar afleiðingar þess á lýðheilsu svo alvarlegar að því hefur verið líkt við heimsfaraldur. Allt þetta vitum við. Okkur er kunnugt um neikvæð áhrif á heilsu kvenna sem hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi. Við vitum að börnin verða einnig fyrir neikvæðum áhrifum af ofbeldinu. Við heyrum af því frábæra starfi sem verið er að vinna í mismunandi úrræðum sem styðja konur sem eru í ofbeldissamböndum eða hafa sögu um slík sambönd. Og öll öndum við léttar þegar kona nær að losna út úr ofbeldissambandi. En hvað tekur þá við? Ef við hugsum málið út frá þeirri vitneskju sem við búum yfir varðandi ofbeldi í nánum samböndum: Er hægt að gera ráð fyrir því að allt verði gott þegar kona flytur frá ofbeldismanni? Hverfa eftirstöðvar ofbeldisins þá eins og dögg fyrir sólu? Öðlast kona sjálfstraust, fulla starfsorku, framtíðarsýn og sjálfstæði eftir jafnvel áralangt ofbeldi og niðurbrot? Verður hún alheilbrigð á eins og einni nóttu? Við vitum svarið. Það er nei. Neikvæð áhrif ofbeldis eru margslungin, þau fylgja mörgum konum eins og skuggi árum saman og jafnvel ævilangt og skerða um leið lífsgæði þeirra og jafnvel afkomenda þeirra. Það er ósanngjarnt að kona eigi ekki kost á því að njóta lífsins til fulls vegna þess að einhver annar tók þá ákvörðun að beita hana ofbeldi. Eða vegna þess að hún fær ekki frið fyrir gerandanum þó sambandinu sé lokið. Eða af því að hún er fátæk sökum þess að eigum hennar var eytt að henni forspurðri í óendanlega löngu skilnaðarferli. Eða af því að hún getur ekki unnið fyrir sér sökum heilsubrests af völdum ofbeldis. Eða af því að gerandinn notar börnin til að ná sér niðri á henni, með lögin sér til halds og trausts. Eða af því að hún er svo brotin að hún getur ekki borið hönd yfir höfuð sér og fær ekki þá heildrænu leiðbeiningu sem hún þarf. Svona mætti halda lengi áfram. Hugtakið efling og vöxtur í kjölfar áfalla (e. post-traumatic growth) felur í sér: Jákvæða sálfræðilega breytingu hjá einstaklingi eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegan styrk; aukna ánægju í samböndum við annað fólk; og jákvæða breytingu á lífssýn þar sem viðkomandi kemur auga á nýja möguleika í lífinu. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfri sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir viðkomandi sem manneskju. Eiga konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi möguleika á því að eflast og vaxa á þennan hátt? Þetta vildum við rannsaka. Tuttugu og tvær íslenskar konur sem höfðu náð að eflast og vaxa eftir ofbeldi í nánu sambandi höfðu samband og vildu taka þátt í rannsókn okkar viðfangsefninu. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um birtingarmynd eflingar og vaxtar þolenda og þá hvetjandi þætti og hindranir sem þær mættu á vegferð sinni að eflingu og vexti. Efling og vöxtur þátttakenda fól í sér að konurnar höfðu öðlast jákvæðari viðhorf og tilfinningar í eigin garð en áður. Þær voru umburðarlyndari og hjálpsamari í garð annarra en sögðust setja öðru fólki skýr mörk. Þær höfðu öðlast framtíðarsýn og bjuggu yfir seiglu og ákveðni. Á leið sinni að eflingu og vexti reyndist konunum hjálplegt að búa yfir innri styrk og þrautseigju, að horfast í augu við að hafa verið í ofbeldissambandi og leita sér hjálpar, eiga öruggt húsaskjól og búa við fjárhagslegt öryggi. Konurnar lögðu sig fram við að sýna sjálfum sér kærleika og skilning, settu öðrum mörk og tóku stjórnina í lífi sínu. Stuðningur sem veittur var á þeirra forsendum var hjálplegur. Neikvæðar tilfinningar og viðhorf þeirra sjálfra í eigin garð, ásamt heilsufarsvandamálum og krefjandi persónulegum aðstæðum gátu reynst stórar hindranir á vegferð þeirra að eflingu og vexti. Gerendurnir áttu sinn þátt í því að hindra eflingu og vöxt kvennanna, ásamt lögum og reglum sem konunum var gert að beygja sig undir, oft gegn vilja sínum og betri vitund. Hér áðan var ofbeldi í nánum samböndum líkt við heimsfaraldur sökum útbreiðslu, algengi og alvarleika. Afleiðingar þess geta haft varanleg neikvæð áhrif á lífsgæði þolenda, afkomenda þeirra og á samfélagið í heild. Sérstaklega ef ekki næst að kveikja von um betri tíð. Sættum við okkur við slík málalok í öðrum heimsfaröldrum? Gætum við tekið höndum saman hér á litla Íslandi og stutt þolendur ofbeldis í nánu sambandi á heildrænni máta? Stutt þær á markvissan hátt, hlustað á þær, komið á samtali milli kerfa og jafnvel breytt lögum til að tryggja rétt og velferð þeirra og barna þeirra? Niðurstöður þessarar rannsóknar, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, má líta á sem ákveðna hugvekju varðandi þá þætti sem gæti reynst gagnlegt að hafa í huga við slíka vinnu. Konurnar tuttugu og tvær sem tóku þátt í þessari rannsókn sögðu sögu sína í þeim tilgangi að kveikja von í brjósti þolenda ofbeldis. Von um að möguleikinn á því að eiga gott og innihaldsríkt líf sé þrátt fyrir allt fyrir hendi. Að kveikja slíka von er ekki aðeins mikilvægt fyrir þolendur ofbeldis, heldur fyrir okkur öll sem búum saman í samfélagi mannanna. Höfundur er lektor við heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og fyrrverandi verkefnastýra áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og byggir á erindi sem flutt var í Ljósagöngu gegn ofbeldi sem farin var á Akureyri, 30. nóvember síðastliðinn og var skipulögð af Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu, Zontaklúbb Akureyrar og Sorptimista klúbb Akureyrar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun