Fátækt barnafjölskyldna eykst ört á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2023 08:45 Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar