Leikjavæðing læsis: Hvernig við getum snúið við blaðinu með virkri foreldraþátttöku og tækninýjungum í lestrarkennslu Guðmundur Björnsson skrifar 6. desember 2023 13:00 Nýlegar niðurstöður úr PISA könnuninni undirstrika mikilvægi þess að endurskoða nálgun okkar á menntun barna á Íslandi. Kennarar eru hornsteinn menntunar. Við þurfum að gera þeim kleift að efla sig í faglegri þróun til að tryggja að þeir séu vel í stakk búnir til að beita bestu fræðsluaðferðum og takast á við síbreytilelgar tækninýjungar. Því við þurfum að setja í forgang námsaðferðir sem byggja á gagnrýnni hugsun, lausn vandamála og sköpunargáfu með tæknilausnir á lofti, til að undirbúa börnin okkar sem best út í lífið. En þrátt fyrir að við eigum frábæra kennara, þá þarf einnig að horfa til ábyrgðar foreldra í menntun barna sinna. Hættum að líta allar áttir eftir sökudólgum og einhendum okkur í að laga þetta. Hér á eftir er bent á nokkrar leiðir til bóta. Foreldraþátttaka og stuðningur við foreldra: Grundvöllur bættrar menntunar Sjálfskoðun foreldra: Það er ekki skólans eins að ala upp börnin okkar og mennta. Foreldrar þurfa nú virkilega að íhuga eigið hlutverk í menntun barna sinna. Spurningar eins og „Er ég að lesa nóg fyrir barnið mitt?", „Sit ég með barninu mínu þegar það er að æfa heimalestur“ og „Hversu oft förum við á bókasafnið saman?", eru mikilvægar í þessu samhengi. Hættum að fela okkur á bak við lélegar afsakanir um tímaskort. Hann er nægur, þetta er einungis spurning um tímastjórnun og forgangsröðun. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum. Punktur! Dregið úr tæknitruflunum: Í stafrænum heimi er nauðsynlegt fyrir foreldra að setja tækin til hliðar og veita börnum sínum fulla athygli, sérstaklega við heimanám og lestrartíma. Einnig til að sýna börnunum gott fordæmi, að lífið er ekki í símanum. Fræðsluátak , námskeið fyrir foreldra og aukin samvinna við skóla: Auka þarf fræðslu fyrir foreldra um mikilvægi lesturs og hvernig hægt er að hvetja börnin til að lesa. Vinnustofur og námskeið geta hjálpað foreldrum í að vera virkari þátttakendur í lestrarnámi barna sinna, barnauppeldi og tímastjórnun. Leita þarf leiða fyrir foreldra til að vinna enn nánar með skólum, til að skapa samræmt námsumhverfi heima og í skóla. Uppbygging samfélagsnets fyrir foreldra: Stofna ætti foreldraráðgjöf og stuðningshópa þar sem foreldrar geta fengið ráðgjöf og deilt reynslu og aðferðum um hvernig best sé að hvetja börn til lesturs. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir foreldra með annað móðurmál en íslensku. Leikjavæðing og tækninýjungar í lestrarkennslu Leikjavæðum lestur: Í stað þess að líta á lestur sem skyldu, breytum við honum í leik og áskorun. Með því að leikjavæða lestur og gera hann að spennandi athöfn, hvetjum við börn til að taka þátt af áhuga. Umbunarkerfi: Innleiðum kerfi sem umbunar öllum börnum fyrir lestur. Þetta getur verið í formi stafrænna merkja eða verðlauna sem þau safna fyrir lestur bóka, þátttöku í lestraráskorunum eða árangur í skilningsprófum. Samstarf við unga frumkvöðla: Hvetjum unga frumkvöðla til að taka þátt í þróun lestrarappa. Þetta getur verið með samstarfi við háskóla, hugbúnaðarfyrirtæki eða í gegnum samkeppnir og viðburði um appaþróun. Þróun lestarappa: Búum til spennandi lestraröpp/leiki sem keppa við vinsældir leikja eins og Fortnite og FIFA. Já, setjum markið hátt! Þessi öpp gætu innihaldið gagnvirka söguþræði, leiki og verkefni sem hvetja til lesturs og skilnings. Auk um útgáfa á rafrænum barnabókum: Þrýsta á að hið opinbera styðji við útgáfu skemmtilegra og fræðandi barnabóka í rafrænu formi. Við eigum frábæra barnabókahöfunda, setjum þá á launaskrá hjá hinu opinbera! Í rafrænu formi væri einnig auðveldara að bæta við skýringum á erfiðum og flóknum orðum og jafnvel mætti setja inn erlendar þýðingar, svo börn með annað móðurmál ættu auðveldara með skilning. Umhugsunarvert væri jafnvel að bjóða upp á ókeypis barnabækur fyrir grunnskólabörn til að stuðla að jafnrétti í aðgengi að lesefni. Langtímabætur fyrir íslenskt samfélag Með þessum heildstæðu aðgerðum munum við án efa sjá árangur í bættum lesskilningi og auknum áhuga á lestri meðal íslenskra barna. Foreldraþátttakan, samhliða tækninýjungum í lestrarkennslu, mun stuðla að fróðara og læsara samfélagi. Þetta mun ekki aðeins leiða til betri árangurs í lestri, heldur einnig aukinni þátttöku og ábyrgð foreldra í menntun barna sinna, sem er grundvallaratriði í því að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir framtíðar kynslóðir á Íslandi. Höfundur er háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Nýlegar niðurstöður úr PISA könnuninni undirstrika mikilvægi þess að endurskoða nálgun okkar á menntun barna á Íslandi. Kennarar eru hornsteinn menntunar. Við þurfum að gera þeim kleift að efla sig í faglegri þróun til að tryggja að þeir séu vel í stakk búnir til að beita bestu fræðsluaðferðum og takast á við síbreytilelgar tækninýjungar. Því við þurfum að setja í forgang námsaðferðir sem byggja á gagnrýnni hugsun, lausn vandamála og sköpunargáfu með tæknilausnir á lofti, til að undirbúa börnin okkar sem best út í lífið. En þrátt fyrir að við eigum frábæra kennara, þá þarf einnig að horfa til ábyrgðar foreldra í menntun barna sinna. Hættum að líta allar áttir eftir sökudólgum og einhendum okkur í að laga þetta. Hér á eftir er bent á nokkrar leiðir til bóta. Foreldraþátttaka og stuðningur við foreldra: Grundvöllur bættrar menntunar Sjálfskoðun foreldra: Það er ekki skólans eins að ala upp börnin okkar og mennta. Foreldrar þurfa nú virkilega að íhuga eigið hlutverk í menntun barna sinna. Spurningar eins og „Er ég að lesa nóg fyrir barnið mitt?", „Sit ég með barninu mínu þegar það er að æfa heimalestur“ og „Hversu oft förum við á bókasafnið saman?", eru mikilvægar í þessu samhengi. Hættum að fela okkur á bak við lélegar afsakanir um tímaskort. Hann er nægur, þetta er einungis spurning um tímastjórnun og forgangsröðun. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum. Punktur! Dregið úr tæknitruflunum: Í stafrænum heimi er nauðsynlegt fyrir foreldra að setja tækin til hliðar og veita börnum sínum fulla athygli, sérstaklega við heimanám og lestrartíma. Einnig til að sýna börnunum gott fordæmi, að lífið er ekki í símanum. Fræðsluátak , námskeið fyrir foreldra og aukin samvinna við skóla: Auka þarf fræðslu fyrir foreldra um mikilvægi lesturs og hvernig hægt er að hvetja börnin til að lesa. Vinnustofur og námskeið geta hjálpað foreldrum í að vera virkari þátttakendur í lestrarnámi barna sinna, barnauppeldi og tímastjórnun. Leita þarf leiða fyrir foreldra til að vinna enn nánar með skólum, til að skapa samræmt námsumhverfi heima og í skóla. Uppbygging samfélagsnets fyrir foreldra: Stofna ætti foreldraráðgjöf og stuðningshópa þar sem foreldrar geta fengið ráðgjöf og deilt reynslu og aðferðum um hvernig best sé að hvetja börn til lesturs. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir foreldra með annað móðurmál en íslensku. Leikjavæðing og tækninýjungar í lestrarkennslu Leikjavæðum lestur: Í stað þess að líta á lestur sem skyldu, breytum við honum í leik og áskorun. Með því að leikjavæða lestur og gera hann að spennandi athöfn, hvetjum við börn til að taka þátt af áhuga. Umbunarkerfi: Innleiðum kerfi sem umbunar öllum börnum fyrir lestur. Þetta getur verið í formi stafrænna merkja eða verðlauna sem þau safna fyrir lestur bóka, þátttöku í lestraráskorunum eða árangur í skilningsprófum. Samstarf við unga frumkvöðla: Hvetjum unga frumkvöðla til að taka þátt í þróun lestrarappa. Þetta getur verið með samstarfi við háskóla, hugbúnaðarfyrirtæki eða í gegnum samkeppnir og viðburði um appaþróun. Þróun lestarappa: Búum til spennandi lestraröpp/leiki sem keppa við vinsældir leikja eins og Fortnite og FIFA. Já, setjum markið hátt! Þessi öpp gætu innihaldið gagnvirka söguþræði, leiki og verkefni sem hvetja til lesturs og skilnings. Auk um útgáfa á rafrænum barnabókum: Þrýsta á að hið opinbera styðji við útgáfu skemmtilegra og fræðandi barnabóka í rafrænu formi. Við eigum frábæra barnabókahöfunda, setjum þá á launaskrá hjá hinu opinbera! Í rafrænu formi væri einnig auðveldara að bæta við skýringum á erfiðum og flóknum orðum og jafnvel mætti setja inn erlendar þýðingar, svo börn með annað móðurmál ættu auðveldara með skilning. Umhugsunarvert væri jafnvel að bjóða upp á ókeypis barnabækur fyrir grunnskólabörn til að stuðla að jafnrétti í aðgengi að lesefni. Langtímabætur fyrir íslenskt samfélag Með þessum heildstæðu aðgerðum munum við án efa sjá árangur í bættum lesskilningi og auknum áhuga á lestri meðal íslenskra barna. Foreldraþátttakan, samhliða tækninýjungum í lestrarkennslu, mun stuðla að fróðara og læsara samfélagi. Þetta mun ekki aðeins leiða til betri árangurs í lestri, heldur einnig aukinni þátttöku og ábyrgð foreldra í menntun barna sinna, sem er grundvallaratriði í því að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir framtíðar kynslóðir á Íslandi. Höfundur er háskólakennari.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun