Skakkaföllin í PISA Björn Brynjúlfur Björnsson og Sindri M. Stephensen skrifa 7. desember 2023 07:31 Íslenskir grunnskólanemar standa höllustum fæti evrópskra nemenda þegar kemur að lestri, stærðfræði og náttúruvísindum, að grískum nemum undanskildum. Þetta er niðurstaða nýrrar PISA-könnunnar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar sem færni og þekking 15 ára barna er mæld. Námsárangur barna á Íslandi versnar mest af öllum 37 ríkjum OECD frá síðustu könnun frá árinu 2018. Afturför íslenskra grunnskólabarna hefur verið samfelld frá árinu 2009. Það sama ár lögðu stjórnvöld niður samræmd próf á Íslandi með þeim hætti að ekki mátti lengur styðjast við þau við inntöku í framhaldsskóla. Sumir framhaldsskólar áformuðu að taka upp inntökupróf í staðinn, í þeim tilgangi að tryggja að námsárangur réði áfram tækifærum barna til framhaldsnáms, en þau áform voru að sama skapi slegin út af borðinu af stjórnvöldum. Í aðdraganda þessara breytinga árið 2009 birtu undirritaðir grein í Morgunblaðinu þar sem talað var gegn áformum stjórnvalda um að leggja niður samræmdu prófin. Í grein okkar var vikið að því að ólík lokapróf í hverjum og einum grunnskóla yrðu ómarktæk sem mælikvarði á námsárangur og við inntöku í framhaldsskóla. Þá myndi breytingin leiða til einkunnaverðbólgu, því grunnskólar færu að keppast um að gefa sínum nemendum forskot gagnvart öðrum og draga þannig úr námskröfum. Loks gagnrýndum við að notast ætti við einstaklingsbundið mat kennara í staðinn fyrir hlutlæga mælikvarða. Slíkt mat myndi refsa börnum með óstýrilátari hegðun, ekki síst drengjum, óháð getu þeirra og færni. Greinin reyndist því miður vera sannspá. Eftir að samræmdu prófin voru í reynd aflögð hafa meðaleinkunnir umsækjenda í vinsæla framhaldsskóla bólgnað svo út að nánast ekkert svigrúm er eftir, en um þetta hefur verið rækilega fjallað undanfarin ár. Á sama tímabili hefur námsárangur nemenda samkvæmt PISA-könnuninni hrunið. Því er enginn samhljómur lengur á milli samræmda alþjóðlega mælikvarðans og lokaprófa íslenskra grunnskóla. Talsmenn þess að afleggja samræmd próf gerðu það á sínum tíma meðal annars í nafni mannúðar gagnvart nemendum. Það ylli að þeirra mati óþarfa álagi fyrir nemendur að læra fyrir og þreyta próf af því tagi sem samræmdu prófin voru. Velta má því fyrir sér hvers vegna íslenskir nemendur eigi erfiðara með slíkt álag en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Er ekki einnig álagsvaldandi að klára grunnskóla án fullnægjandi færni eða þekkingar og flosna upp úr námi? Raunar er þátttaka í samfélaginu á fjölmörgum sviðum álagsvaldandi. Að okkar mati ætti grunnskólakerfið ekki að koma í veg fyrir að nemendur takist á við krefjandi verkefni. Frá árinu 2009 hefur legið doði yfir íslensku grunnskólakerfi. Nemendur hafa takmarkaða ástæðu til að standa sig vel í prófum. Þá hafa kennarar ekki sams konar hvata og mælistikur til að kenna undirstöðuatriði af gaumgæfni, meðal annars sökum þess að árangur nemenda þeirra verður aldrei metinn með tækum hætti. Í umræðunni um nýju PISA-niðurstöðurnar hafa margir borið blak af grunnskólakerfinu og menntastefnu stjórnvalda. Margar aðrar ástæður hafa verið tíndar til: íslenskan á undir högg að sækja, snjallsímanotkun hefur aukist, lestur hefur minnkað, foreldrar sinna börnum sínum minna en áður, flóttamönnum hafi fjölgað o.s.frv. Höfundar eru meðvitaðir um að ástæðurnar kunni að vera margþættar. Ekkert af framangreindu skýrir aftur á móti hvers vegna Ísland hrapar miðað við önnur vestræn ríki. Nær allt sem nefnt hefur verið á jafn vel við um önnur OECD-ríki. Einungis íslenska grunnskólakerfið hríðfellur niður lista PISA-könnunarinnar. Þegar kemur að hrakandi námsárangri íslenskra grunnskólabarna þá er niðurfelling samræmdra prófa skýring sem fáir virðast gefa gaum. Niðurfellingin er ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið á grunnskólakerfinu á þessari öld – og námsárangurinn hefur legið niður á við allar götur síðan. Breyta þarf reglum á þann veg að samræmd próf fái aftur raunverulegt gildi, annars vegar sem grundvöllur fyrir inngöngu í framhaldsskóla og hins vegar með opinberri birtingu niðurstaða þeirra niður á einstaka grunnskóla. Það er forsenda þess að endurreisa megi grunnskólastigið þannig að nemendur séu metnir að verðleikum, þeim tryggð jöfn tækifæri til náms og að raunverulegur námsárangur skipti máli á ný. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingur, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Sindri M. Stephensen Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir grunnskólanemar standa höllustum fæti evrópskra nemenda þegar kemur að lestri, stærðfræði og náttúruvísindum, að grískum nemum undanskildum. Þetta er niðurstaða nýrrar PISA-könnunnar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar sem færni og þekking 15 ára barna er mæld. Námsárangur barna á Íslandi versnar mest af öllum 37 ríkjum OECD frá síðustu könnun frá árinu 2018. Afturför íslenskra grunnskólabarna hefur verið samfelld frá árinu 2009. Það sama ár lögðu stjórnvöld niður samræmd próf á Íslandi með þeim hætti að ekki mátti lengur styðjast við þau við inntöku í framhaldsskóla. Sumir framhaldsskólar áformuðu að taka upp inntökupróf í staðinn, í þeim tilgangi að tryggja að námsárangur réði áfram tækifærum barna til framhaldsnáms, en þau áform voru að sama skapi slegin út af borðinu af stjórnvöldum. Í aðdraganda þessara breytinga árið 2009 birtu undirritaðir grein í Morgunblaðinu þar sem talað var gegn áformum stjórnvalda um að leggja niður samræmdu prófin. Í grein okkar var vikið að því að ólík lokapróf í hverjum og einum grunnskóla yrðu ómarktæk sem mælikvarði á námsárangur og við inntöku í framhaldsskóla. Þá myndi breytingin leiða til einkunnaverðbólgu, því grunnskólar færu að keppast um að gefa sínum nemendum forskot gagnvart öðrum og draga þannig úr námskröfum. Loks gagnrýndum við að notast ætti við einstaklingsbundið mat kennara í staðinn fyrir hlutlæga mælikvarða. Slíkt mat myndi refsa börnum með óstýrilátari hegðun, ekki síst drengjum, óháð getu þeirra og færni. Greinin reyndist því miður vera sannspá. Eftir að samræmdu prófin voru í reynd aflögð hafa meðaleinkunnir umsækjenda í vinsæla framhaldsskóla bólgnað svo út að nánast ekkert svigrúm er eftir, en um þetta hefur verið rækilega fjallað undanfarin ár. Á sama tímabili hefur námsárangur nemenda samkvæmt PISA-könnuninni hrunið. Því er enginn samhljómur lengur á milli samræmda alþjóðlega mælikvarðans og lokaprófa íslenskra grunnskóla. Talsmenn þess að afleggja samræmd próf gerðu það á sínum tíma meðal annars í nafni mannúðar gagnvart nemendum. Það ylli að þeirra mati óþarfa álagi fyrir nemendur að læra fyrir og þreyta próf af því tagi sem samræmdu prófin voru. Velta má því fyrir sér hvers vegna íslenskir nemendur eigi erfiðara með slíkt álag en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Er ekki einnig álagsvaldandi að klára grunnskóla án fullnægjandi færni eða þekkingar og flosna upp úr námi? Raunar er þátttaka í samfélaginu á fjölmörgum sviðum álagsvaldandi. Að okkar mati ætti grunnskólakerfið ekki að koma í veg fyrir að nemendur takist á við krefjandi verkefni. Frá árinu 2009 hefur legið doði yfir íslensku grunnskólakerfi. Nemendur hafa takmarkaða ástæðu til að standa sig vel í prófum. Þá hafa kennarar ekki sams konar hvata og mælistikur til að kenna undirstöðuatriði af gaumgæfni, meðal annars sökum þess að árangur nemenda þeirra verður aldrei metinn með tækum hætti. Í umræðunni um nýju PISA-niðurstöðurnar hafa margir borið blak af grunnskólakerfinu og menntastefnu stjórnvalda. Margar aðrar ástæður hafa verið tíndar til: íslenskan á undir högg að sækja, snjallsímanotkun hefur aukist, lestur hefur minnkað, foreldrar sinna börnum sínum minna en áður, flóttamönnum hafi fjölgað o.s.frv. Höfundar eru meðvitaðir um að ástæðurnar kunni að vera margþættar. Ekkert af framangreindu skýrir aftur á móti hvers vegna Ísland hrapar miðað við önnur vestræn ríki. Nær allt sem nefnt hefur verið á jafn vel við um önnur OECD-ríki. Einungis íslenska grunnskólakerfið hríðfellur niður lista PISA-könnunarinnar. Þegar kemur að hrakandi námsárangri íslenskra grunnskólabarna þá er niðurfelling samræmdra prófa skýring sem fáir virðast gefa gaum. Niðurfellingin er ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið á grunnskólakerfinu á þessari öld – og námsárangurinn hefur legið niður á við allar götur síðan. Breyta þarf reglum á þann veg að samræmd próf fái aftur raunverulegt gildi, annars vegar sem grundvöllur fyrir inngöngu í framhaldsskóla og hins vegar með opinberri birtingu niðurstaða þeirra niður á einstaka grunnskóla. Það er forsenda þess að endurreisa megi grunnskólastigið þannig að nemendur séu metnir að verðleikum, þeim tryggð jöfn tækifæri til náms og að raunverulegur námsárangur skipti máli á ný. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingur, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun