Segir ánægjulegt að sjá tölur um skattspor ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2023 20:40 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Egill Aðalsteinsson Skattspor ferðaþjónustunnar í fyrra nam 92 milljörðum króna, ef þröngt er reiknað, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira