Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. desember 2023 09:30 Árásirnar á Gaza eru fordæmalausar að umfangi og ákefð. Almennir borgarar á Gaza, þar á meðal börn, konur, aldraðir og einstaklingar með fötlun eiga hvergi öruggt skjól. Enginn er óhultur. Flest hafa þurft að flýja hvert sjúkrahúsið eða áningarstaðinn á fætur öðrum vegna endurtekinna sprengjuárása og vita ekki hvort þau lifi fram á næsta dag. Börn bera særð eða látin systkini eða vini á herðum sér í skjól. Enn önnur eru særð, í áfalli og foreldralaus. Þetta er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Við stöndum frammi fyrir ástandi sem verður ekki bætt með því einu saman að senda inn fleiri bíla hlaðna hjálpargögnum, þar sem öryggi til mannúðaraðstoðar er ekki til staðar. Íbúar Gaza þarfnast, fyrst og fremst, verndar. Fólk skortir lífsnauðsynjar Í dag er talið að fleiri en 16 þúsund almennir borgarar hafi látið lífið á Gaza frá því átökin hófust. Konur eru um 30% þeirra sem hafa látist og yfir 40% eru börn. Fleiri en 43 þúsund hafa særst og um 1,9 milljón íbúa Gaza eru á vergangi, sem er hátt í 85%. Áætlað er að meira en 60% heimila séu eyðilögð eða skemmd. Algjört rafmagnsleysi er á svæðinu. Stór hluti sjúkrahúsa er óstarfhæfur, á meðan önnur sjúkrahús geta aðeins veitt takmarkaða þjónustu. Vegna lyfjaskorts eru neyðarkeisaraskurðir og aflimanir á særðu fólki, þar á meðal börnum, framkvæmdar án svæfinga og nýburar láta lífið vegna þess að ekki er hægt að veita þeim læknisaðstoð. Yfir 50% skólabygginga á Gaza hafa orðið fyrir sprengjuárásum og ekkert barn á skólaaldri getur stundað nám. Gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Íbúar Gaza eru innilokaðir, einungis landamæri Rafah við Egyptaland eru opin að hluta. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafast við á lóðum sjúkrahúsa eða skóla í þeirri von að njóta skjóls og aðstoðar. Smitsjúkdómar eru farnir að gera vart við sig, meðal annars, vegna skorts á hreinlæti. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka geta ekki sinnt starfi sínu, þar sem aðstæður leyfa það ekki. Alþjóðasamfélagið er að bregðast íbúum Gaza Ekkert réttlætir þá skelfilegu árás sem almennir borgarar í Ísrael urðu fyrir þann 7. október síðastliðinn. En þær réttlæta ekki takmarkalausar árásir gegn almennum borgurum á Gaza. Enginn er öruggur á Gaza í dag. Með hverri árás eru almennir borgarar verr settir. Heil kynslóð ungmenna á Gaza þekkir ekkert annað en lokuð landamæri, áföll tengd átökum og sársaukafulla arfleifð þeirra. Um helmingur íbúa Gaza er yngri en 18 ára og hefur upplifað endurteknar hernaðaraðgerðir frá fæðingu. Þau þurfa von um raunverulega framtíð. Rauði krossinn er verndari alþjóðlegra mannúðarlaga, sem aðilum vopnaðra átaka ber að virða öllum stundum. Hlutverk laganna er meðal annars að vernda almenna borgara og heimili þeirra, sjúkrahús og skóla, sem og að setja þeim hernaðaraðferðum sem notaðar eru takmörk. Aðilum átaka ber að beita ýtrustu varúð og sjá til þess að umfang skemmda verði ekki óhóflegt miðað við það hernaðarlega markmið sem stefnt er að. Gíslataka er óheimil og vert er að taka fram að konur og börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og börn má ekki aðskilja frá foreldrum sínum. Aðilum átaka ber einnig að tryggja fæðuöryggi almennings. Að koma í veg fyrir aðgang almennings að matvælum er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Brot á því getur talist stríðsglæpur. Nauðsynjar ómissandi almenningi til lífs eins og matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskera, búfé, neysluvatnsbúnaður og birgðir njóta sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að alþjóðasamfélaginu hefur ekki tekist að vernda og standa vörð um réttindi íbúa Gaza eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um. Mannúðaraðstoð er ekki eina lausnin á þjáningum almennra borgara á Gaza. Pólitísk skref eru nauðsynleg og liður í því að leysa þá hringrás ofbeldis sem á sér stað. Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli almennra borgara á Gaza og þrýsta á um að líf þeirra njóti verndar. Það er brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir vernd almennra borgara á Gaza og að tafarlausu og varanlegu vopnahléi verði komið á. Ef alþjóðleg mannúðarlög eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árásirnar á Gaza eru fordæmalausar að umfangi og ákefð. Almennir borgarar á Gaza, þar á meðal börn, konur, aldraðir og einstaklingar með fötlun eiga hvergi öruggt skjól. Enginn er óhultur. Flest hafa þurft að flýja hvert sjúkrahúsið eða áningarstaðinn á fætur öðrum vegna endurtekinna sprengjuárása og vita ekki hvort þau lifi fram á næsta dag. Börn bera særð eða látin systkini eða vini á herðum sér í skjól. Enn önnur eru særð, í áfalli og foreldralaus. Þetta er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Við stöndum frammi fyrir ástandi sem verður ekki bætt með því einu saman að senda inn fleiri bíla hlaðna hjálpargögnum, þar sem öryggi til mannúðaraðstoðar er ekki til staðar. Íbúar Gaza þarfnast, fyrst og fremst, verndar. Fólk skortir lífsnauðsynjar Í dag er talið að fleiri en 16 þúsund almennir borgarar hafi látið lífið á Gaza frá því átökin hófust. Konur eru um 30% þeirra sem hafa látist og yfir 40% eru börn. Fleiri en 43 þúsund hafa særst og um 1,9 milljón íbúa Gaza eru á vergangi, sem er hátt í 85%. Áætlað er að meira en 60% heimila séu eyðilögð eða skemmd. Algjört rafmagnsleysi er á svæðinu. Stór hluti sjúkrahúsa er óstarfhæfur, á meðan önnur sjúkrahús geta aðeins veitt takmarkaða þjónustu. Vegna lyfjaskorts eru neyðarkeisaraskurðir og aflimanir á særðu fólki, þar á meðal börnum, framkvæmdar án svæfinga og nýburar láta lífið vegna þess að ekki er hægt að veita þeim læknisaðstoð. Yfir 50% skólabygginga á Gaza hafa orðið fyrir sprengjuárásum og ekkert barn á skólaaldri getur stundað nám. Gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Íbúar Gaza eru innilokaðir, einungis landamæri Rafah við Egyptaland eru opin að hluta. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafast við á lóðum sjúkrahúsa eða skóla í þeirri von að njóta skjóls og aðstoðar. Smitsjúkdómar eru farnir að gera vart við sig, meðal annars, vegna skorts á hreinlæti. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka geta ekki sinnt starfi sínu, þar sem aðstæður leyfa það ekki. Alþjóðasamfélagið er að bregðast íbúum Gaza Ekkert réttlætir þá skelfilegu árás sem almennir borgarar í Ísrael urðu fyrir þann 7. október síðastliðinn. En þær réttlæta ekki takmarkalausar árásir gegn almennum borgurum á Gaza. Enginn er öruggur á Gaza í dag. Með hverri árás eru almennir borgarar verr settir. Heil kynslóð ungmenna á Gaza þekkir ekkert annað en lokuð landamæri, áföll tengd átökum og sársaukafulla arfleifð þeirra. Um helmingur íbúa Gaza er yngri en 18 ára og hefur upplifað endurteknar hernaðaraðgerðir frá fæðingu. Þau þurfa von um raunverulega framtíð. Rauði krossinn er verndari alþjóðlegra mannúðarlaga, sem aðilum vopnaðra átaka ber að virða öllum stundum. Hlutverk laganna er meðal annars að vernda almenna borgara og heimili þeirra, sjúkrahús og skóla, sem og að setja þeim hernaðaraðferðum sem notaðar eru takmörk. Aðilum átaka ber að beita ýtrustu varúð og sjá til þess að umfang skemmda verði ekki óhóflegt miðað við það hernaðarlega markmið sem stefnt er að. Gíslataka er óheimil og vert er að taka fram að konur og börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og börn má ekki aðskilja frá foreldrum sínum. Aðilum átaka ber einnig að tryggja fæðuöryggi almennings. Að koma í veg fyrir aðgang almennings að matvælum er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Brot á því getur talist stríðsglæpur. Nauðsynjar ómissandi almenningi til lífs eins og matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskera, búfé, neysluvatnsbúnaður og birgðir njóta sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að alþjóðasamfélaginu hefur ekki tekist að vernda og standa vörð um réttindi íbúa Gaza eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um. Mannúðaraðstoð er ekki eina lausnin á þjáningum almennra borgara á Gaza. Pólitísk skref eru nauðsynleg og liður í því að leysa þá hringrás ofbeldis sem á sér stað. Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli almennra borgara á Gaza og þrýsta á um að líf þeirra njóti verndar. Það er brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir vernd almennra borgara á Gaza og að tafarlausu og varanlegu vopnahléi verði komið á. Ef alþjóðleg mannúðarlög eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun