Leikarinn Ryan O'Neal látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 22:21 Ryan O'Neal lést í dag 82 ára að aldri eftir áralöng veikindi. Getty Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira