Innlent

Eldur kviknaði út frá ör­bylgju­ofni á Sæ­mundar­götu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Slökkviliðið var kallað út fyrr í kvöld vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á Sæmundargötu. Upptök eldsins mátti rekja til örbylgjuofns.
Slökkviliðið var kallað út fyrr í kvöld vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á Sæmundargötu. Upptök eldsins mátti rekja til örbylgjuofns. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni í íbúðarhúsnæði á Sæmundargötu við Háskóla Íslands. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og er búið að slökkva eldinn. Engum varð meint af.

„Það kviknaði í örbylgjuofni inni í íbúðinni,“ sagði Sigurjón Hendriksson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, um upptök eldsins á Sæmundargötu.

Slökkvilið var nýlega mætt á vettvang þegar fréttastofa hafði samband rétt fyrir 21. Þrátt fyrir það sagði Sigurjón að búið væri að slökkva eldinn og við tæki frágangur.

„Þetta verður einhver smá reykræsting en ekki mikið meira,“ sagði Sigurjón.

Aðspurður hvort einhverjum hefði orðið meint af sagði Sigurjón ekki hafa heyrt af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×