Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 23:47 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fjallaði um tillögur stofnunar sem sendar voru til fjármálaráðuneytisins vegna jarðhræringana í Grindavík. Stöð 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira