Segir Argentínumönnum að búa sig undir lostmeðferð Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:14 Javier Milei ávarpaði þjóð sína af svölum forsetahallarinnar í Buenos Aires. AP Javier Milei sagði Argentínumönnum að búa sig undir „lostmeðferð“ þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að hafa svarið embættiseið sem nýr forseti Argentínu í gær. Milei, sem er hægri popúlisti, varaði landsmenn við því að „peningarnir væru uppurnir“ og boðaði jafnframt strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Hinn 53 ára Milei vann óvæntan sigur í forsetakosningunum í landinu í nóvember síðastliðinn þar sem hann boðaði stórfelldar breytingar, en ástand efnahagsmála í landinu hefur verið mjög bágborið síðustu árin. Breska ríkisútvarpið segir frá því að ræða hins nýja forseta í gær hafi tekið af allan vafa um varðandi það að Argentínumenn eru í þann mund að verða vitni að stefnu í efnahagsmálum sem sé gjörólík þeirri sem fyrri forsetar hafa framfylgt. Hann sagðist munu þurfa að ráðast í stórfelldan niðurskurð sem ætlað væri að draga úr afleitri skuldastöðu ríkisins og draga úr verðbólgu sem mælist nú 140 prósent. „Aðalmálið er að það er ekkert annað en aðhaldsaðgerðir í boði og það er ekkert annað en lostmeðferð í boði,“ sagði Milei. „Við vitum að til skamms tíma þá mun ástandið versna en við munum njóta ávaxta erfiðisins. Milei boðaði kosningabaráttunni að hann myndi herða reglur um þungunarrof, slaka á vopnalöggjöf og þá segist hann vera mikill efasemdamaður þegar kæmi að loftslagsmálum. Milei ávarpaði þjóð sína við forsetahöllina, en við hlið hans var systir hans, Karina, sem búist er við að verði mikil áhrifamanneskja á bak við tjöldin í stjórn Milei. Argentína Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Milei, sem er hægri popúlisti, varaði landsmenn við því að „peningarnir væru uppurnir“ og boðaði jafnframt strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Hinn 53 ára Milei vann óvæntan sigur í forsetakosningunum í landinu í nóvember síðastliðinn þar sem hann boðaði stórfelldar breytingar, en ástand efnahagsmála í landinu hefur verið mjög bágborið síðustu árin. Breska ríkisútvarpið segir frá því að ræða hins nýja forseta í gær hafi tekið af allan vafa um varðandi það að Argentínumenn eru í þann mund að verða vitni að stefnu í efnahagsmálum sem sé gjörólík þeirri sem fyrri forsetar hafa framfylgt. Hann sagðist munu þurfa að ráðast í stórfelldan niðurskurð sem ætlað væri að draga úr afleitri skuldastöðu ríkisins og draga úr verðbólgu sem mælist nú 140 prósent. „Aðalmálið er að það er ekkert annað en aðhaldsaðgerðir í boði og það er ekkert annað en lostmeðferð í boði,“ sagði Milei. „Við vitum að til skamms tíma þá mun ástandið versna en við munum njóta ávaxta erfiðisins. Milei boðaði kosningabaráttunni að hann myndi herða reglur um þungunarrof, slaka á vopnalöggjöf og þá segist hann vera mikill efasemdamaður þegar kæmi að loftslagsmálum. Milei ávarpaði þjóð sína við forsetahöllina, en við hlið hans var systir hans, Karina, sem búist er við að verði mikil áhrifamanneskja á bak við tjöldin í stjórn Milei.
Argentína Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
„Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35
Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15