Syngjum burt Pisadrauginn Gunnar Guðbjörnsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun