Jólin jólin – alls staðar á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:02 Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Jól Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar