Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 21:01 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, kannaðist við jógaboltann en ekki við að hafa stungið hann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þrátt fyrir það var boltinn blóðugur og greinilega búið að stinga hann. Getty/Vísir Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira