Hættum að brenna olíu og tíma! Haraldur Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 22:30 Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Sjá meira
Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar