Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 08:00 Leikmenn íslenska landsliðsins kunna að meta góðan stuðning og fá hann án vafa á EM í janúar. VÍSIR/VILHELM Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri. Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira