Bréf til jólasveinsins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:00 Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Jól Jólasveinar Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar