Sannfærður um „verulega“ samlegð af mögulegri sameiningu Marel og JBT
![Brian Deck, forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, nýráðinn forstjóri Marel. Í uppfærðu óskuldbindandi yfirtökutilboði frá JBT er Marel verðmetið á 511 krónur á hlut, litlu meira en hlutabréfaverðið var í byrjun maí á þessu ári.](https://www.visir.is/i/FE634F0CD1FD275D78A0608EF9385D0FD18DB8DDFF46A52D55C012BCA18E308A_713x0.jpg)
Uppfærð viljayfirlýsing um mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel, sem er hækkað um átta prósent frá fyrra boði, gerir ráð fyrir sambærilegu gengi og erlendir greinendur eru að verðmeta íslenska félagið á um þessar mundir. Forstjóri JBT segist sannfærður um að mögulegur samruni muni hafa í för með sér „verulega“ samlegð fyrir bæði félög sem hluthafar ættu að njóta góðs af en hlutabréfaverð Marels hefur rokið upp í fyrstu viðskiptum á markaði í morgun.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8FE67DC9E58051DAA6C3E97DB63196E74EF82992FACAB149E3E71BA3CD003749_308x200.jpg)
Erlendir greinendur lækka verðmat á Marel en Berenberg mælir með kaupum
Erlendir greinendur hafa lækkað verðmat sitt á Marel eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs sem olli mörgum vonbrigðum en sumir benda á að minnkandi kostnaður gefi til kynna að undirliggjandi rekstur sé að batna. Hlutabréfaverð Marels, sem er komið á sömu slóðir og snemma árs 2018, hefur fallið um sjö prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum.
![](https://www.visir.is/i/E724F2FE4D0B4B1F8AB74912C8AD91AA1A1F002FA4BB292457E4F0FCE8DAD258_308x200.jpg)
Leysti líka til sín bréf Þórðar og fer með nærri tíu prósenta hlut í Eyri Invest
Arion fer með nálægt tíu prósenta eignarhlut í Eyri Invest eftir að bankinn leysti sömuleiðis til sín hluta af bréfum í fjárfestingafélaginu sem höfðu verið í eigu Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns til meira en tveggja áratuga, í tengslum við veðkall sem var gert á Árna Odd, son Þórðar og þáverandi forstjóra Marels. Feðgarnir fara nú saman með nokkuð minna en þriðjungshlut í Eyri en hluthafar félagsins, einkum bankar og lífeyrissjóðir, skoða nú að koma að stórri hlutafjáraukningu til að létta á þungri skuldastöðu.
![](https://www.visir.is/i/A86EA0F1A92898CBB4BCE70BB71A1D645105FF918298135428E5E81A85907A88_308x200.jpg)
Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs
Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði.
![](https://www.visir.is/i/69FF442E5AF3AE95E34A33A8A93005D2C926F17B7033F867910368BAC78CC050_308x200.jpg)
Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel
Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu.