Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:00 Breki segir mikilvægt að neytendur leiti réttar síns þegar þau lenda í tjóni. Vísir/Egill Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“ Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“
Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira