Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:00 Breki segir mikilvægt að neytendur leiti réttar síns þegar þau lenda í tjóni. Vísir/Egill Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“ Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“
Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira