Gríðarlegt tap sveitarfélaga af orkuvinnslu Haraldur Þór Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:01 Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun