Flugumferðarstjórar fresta verkfallsaðgerðum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 23:22 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra, segir ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða hafa verið tekna um leið og fréttist af gosinu. Vísir Félag flugumferðarstjóra hefur ákveðið að hætta við verkfallsaðgerðir næstkomandi miðvikudag í ljósi tíðinda af eldgosinu. Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Play Eldgos á Reykjanesskaga Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25