PISA og þjóð Jóhannes Aðalbjörnsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun