Skella í lás á Húsavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 14:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist svekkt að þurfa að loka starfsstöðinni á Húsavík. Vísir/Egill Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“ Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“
Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira