Fimm leikmenn litu rautt eftir slagsmál Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 18:46 Slagsmál brutust út í fagnaðarlátum Diyarbekirspor Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil. Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15