Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 06:44 Edda Björk situr nú í gæsluvarðahaldi í Noregi. Vísir/Magnús Hlynur Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu. Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu.
Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira