Fótbolti

Dóttir Eto'os fer í mál við hann og krefst einnar og hálfrar milljónar frá honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samuel Eto'o varð þrisvar sinnum Evrópumeistari á farsælum ferli.
Samuel Eto'o varð þrisvar sinnum Evrópumeistari á farsælum ferli. getty/Stefan Matzke

Dóttir Kamerúnans Samuels Eto'o, eins sigursælasta fótboltamanns síðari ára, hefur farið í mál í við hann.

Eto'o eignaðist dóttur, Annie, með ítalskri konu 2002. Eftir að hafa farið í faðernispróf 2015 síðar kom í ljós að Annie var dóttir hans.

Dómstóll fyrirskipaði Eto'o að greiða henni 8.600 pund í framfærslueyri, eða rétt tæplega eina og hálfa milljón íslenskra króna, gegn því að hún léti mál gegn honum niður falla.

Eto'o gæti þó verið á leið fyrir dómstóla því hann hætti að greiða framfærslueyrinn að sögn Annie.

Hún ku eiga í fjárhagserfiðleikum og freistar þess núna að fá það sem hún telur sig eiga inni hjá pabba sínum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eto'o fer fyrir dómstóla vegna vanrækslu við börn sem hann vill ekki gangast við. Árið 2018 kærði mamma annarrar dóttur hans hann og krafðist þess að hann greiddi henni 14.200 pund í meðlag, eða tæplega tvo og hálfan milljarð íslenskra króna.

Eto'o, sem er 42 ára, hefur verið forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×