Bitlinga-Bjarni kominn til byggða Árni Múli Jónasson, Jóhann Hauksson og Atli Þór Fanndal skrifa 21. desember 2023 12:01 „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning Jóns Þorlákssonar, stofnanda Sjálfstæðisflokksins 1930, kemur upp í hugann þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að skipa Svanhildi Hólm, vinkonu sína, flokkssystur og samverkakonu, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Orð þessi skrifaði Jón í blaðagrein 1928. Þetta ákveður Bjarni eftir að hafa hrökklast úr fjármálaráðuneytinu yfir í utanríkisráðuneytið fyrir þær sakir að hafa selt föður sínum hluti almennings í Íslandsbanka. Eitt af fyrstu verkum hans í nýju vinnunni var að samþykkja morðæði Ísraelsmanna á Gaza með hjásetu í alþjóðasamfélaginu. Næsta verk Bjarna utanríkisráðherra var að ráða flokksholla samverkakonu sem sendiherra í krafti aulalegra og frumstæðra laga um utanríkisþjónustuna sem tyllir undir geðþótta ráðherra til að skipa vini og flokkssystkyn sem sendifulltrúa þjóðarinnar. (Tekið skal fram að hér er ekkert verið að ræða um verðleika þeirra sem hnoss Flokksins hljóta. Þeir kunna að vera rétt metnir en það er ekki efni þessarar greinar). Sagan endalausa „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleygu orð stofnanda Sjálfstæðisflokksins komu líka upp í hugann þegar Björn Bjarnason, innvígður og innmúraður Sjálfstæðismaður og þá dómsmálaráðherra, skipaði árið 2003 Ólaf Börk Þorvaldsson, náfrænda Davíðs Oddssonar, dómara við Hæstarétt. „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleygu orð Jóns Þorlákssonar, stofnanda Sjálfstæðisflokksins komu líka upp í hugann þegar Geir H. Haarde, innvígður Sjálfstæðis- og Eimreiðarhópsmaður og settur dómsmálaráðherra eitt andartak í stað Björns Bjarnasonar skipaði innvígðan Eimreiðarhóps- og Sjálfstæðismanninn, Jón Steinar Gunnlaugsson, dómara við Hæstarétt árið 2004. „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning stofnanda Sjálfstæðisflokksins kom einnig upp í hugann þegar Árni Mathiesen fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og settur dómsmálaráðherra í stað Björns Bjarnasonar, í kortér, rétt fyrir jónlin 2007, skipaði Þorstein Davíðsson héraðsdómara. Son Davíðs Oddssonar höfuðpaurs Sjálfstæðisflokksins og Eimreiðarhópsins. Þessar aðferðir Sjálfstæðisflokksins til að koma sínu fólki að kjötkötlunum með kúbeini og járnkarli kostuðu á endanum skattgreiðendur stórfé vegna málaferla. Áróðursmaskína „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning stofnanda Sjálfstæðisflokksins var áreiðanlega ekki í huga Birgis Ísleifs Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, þegar hann skipaði Hannes Hólmstein Gissurarson, flokksbróður sinn úr Eimreiðarhópnum, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1988. Þetta gerði hann með þeim orðum að skólanum gæti gagnast „skoðanir“ hans. Flokksbræður Hannesar Hólmsteins í fjármálaráðuneytinu, Árni Mathiesen og Bjarni Benediktsson, áttu síðar eftir að opna „ríkisféhirsluna“ ríkulega fyrir Hannesi til að skrifa pantaðar skýrslur, sveipaðar trúverðugleika Félagsvísindastofnunar eða viðlíka. Þær gátu verið um skattalækkanir (helsta áhugamál ríka fólksins í Flokknum og frjálshyggjunnar), ómálefnalegt skítkast í garð útlendinga vegna bankahrunsins eða ófrægingaráróður um óþægilega andstæðinga eins og Stefán Ólafsson prófessor. Áðurnefndur Jón Steinar Gunnlaugsson var eitthvað pirraður um daginn vegna bókar Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna og skrifaði meðal annars: „Svo stendur á að félagarnir í þessum hópi hljóta að hafa verið góðum kostum búnir, því nokkrir þeirra völdust til áhrifamikilla trúnaðarstarfa í þágu íslensku þjóðarinnar og urðu því kunnir almenningi. Til allra þessara starfa voru þeir valdir á þann hátt sem lög og lýðræðislegar meginreglur kveða á um.“ Um þetta má kannski hafa yfir hið fornkveðna: Með lögum (sem Flokkurinn setur) skal land byggja. Guðlaugslögin galopnuðu á bitlinga Það var um miðjan desember 2020 sem Alþingi samþykkti ný lög frá þáverandi utanríkisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem útvíkkuðu vald ráðherra til að skipa sendiherra því sem næst að eigin hentisemi án auglýsinga eða sértæktrar hæfni. Ráðherra talaði á þeim tíma digurbarkalega um þátt sinn í að nútíma- og fagvæða utanríkisþjónustuna. Guðlaugur Þór gaf hressilega til kynna að utanríkisþjónustan væri útþanin og að allt of margir sendiherrar væru skipaðir. Það væri jú sérstakt vandamál. Allt var þetta orðskrúð í litlu samhengi við frumvarp ráðherra, sem þrátt fyrir yfirlýsingar hans, galopnaði fyrir órökstuddar skipanir. Án þessara breytinga Guðlaugs Þórs hefði Bjarni mátt hafa talsvert meira fyrir því að skipa pólitískan trúnaðarmann sinn og spunameistara til margra ára í mikilvægustu sendiherrastöðu íslenskrar utanríkisþjónustu. Fyrri lög stöðvuðu ekki slíkar skipanir en með lagasetningunni 2020 voru þær einfaldlega lögleiddar; færiband bitlinganna hafði verið smurt og beið tilbúið til gangsetningar. Orðaskrúð um umbætur Samhliða hressilegum yfirlýsingum ráðherra, sem opinberlega var endurvarpað án mikils aðhalds, vöruðu umsagnaraðilar við breytingunum. „alvarlegra er þó það ákvæði frumvarpsins sem gerir ráð fyrir því að ráðherra geti skipað allt að fimmtung sendiherra án auglýsingar, tímabundið í fimm ár, án möguleika á framlengingu.[...] Engar hæfnis- eða menntunarkröfur eru tilteknar í frumvarpinu fyrir þá sem skipaðir eru með þessum hætti,“ segir meðal annars í umsögn Gagnsæis, samtaka gegn spillingu sem í dag eru Transparency International Iceland. Í umsögninni er bent á að með breytingunni hafi í raun verið að auka vald utanríkisráðherra til skipana án rökstuðnings og hæfniskrafa en ekki minnka, eins og haldið hafði verið fram. „Þetta hefur verið kynnt með þeim hætti að verið sé að draga úr valdi ráðherra, því skv. núverandi lögum getur sá sem gegnir embætti utanríkisráðherra skipað eins marga sendiherra eins og honum sýnist. Raunin er hins vegar sú að vegna þess hve pólitískar skipanir í sendiherraembætti hafa verið umdeildar í gegnum tíðina, þá hafa ráðherrar í langflestum tilvikum farið afar sparlega með þetta vald sitt. Nú koma t.d. aðeins tveir sendiherrar úr hópi stjórnmálamanna. Þetta ákvæði myndi hins vegar lögfesta heimild til að skipa allt að sex sendiherra á hverjum tíma, pólitískt, án hæfniskrafna eða lágmarksmenntunar, og án auglýsingar eða valferlis.“ Vandamálið löngu þekkt Árið 2015 hafði Ríkisendurskoðun birt skýrslu um rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands. Í skýrslunni voru ýmsar aðfinnslur, þar á meðal gagnrýni á undanþáguákvæði fyrir utanríkisþjónustuna vegna laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Ríkisendurskoðun hvetur utanríkisráðuneyti til að beita sér fyrir því að undanþáguákvæðið verði fellt úr lögum um utanríkisþjónustu Íslands,“ segir í skýrslunni. Lögin sem samþykkt voru 2020 voru einmitt svar við kröfu um umbætur. Það var opinbera sagan og áliti ríkisendurskoðunar óspart beitt til að draga úr gagnrýni. „,Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að opinber embœtti séu ávallt auglýst til umsóknar og að skipun byggi á faglegum rökstuðningi. I utanríkisþjónustunni ætti þetta að gilda þegar hefðbundnu framgangsferli er ekki fylgt, þ.e. þegar utanaðkomandi einstaklingar eru skipaðir sendiherrar,“ segir ennfremur í skýrslunni. Í andstöðu við siðareglur Á þetta var bent í umsögnum meðal annars af Stefáni Skjaldarsyni sendiherra sem ritaði afar góða umsögn. „í frumvarpinu er farin þveröfug leið við ábendingar Ríkisendurskoðunar, í því er lagt til að ráðherra geti skipað án auglýsingar og hæfnisviðmiða í einmitt þau embætti sem Ríkisendurskoðun leggur til að verði auglýst,“ segir Stefán í bréfi til utanríkisnefndar. Stefán bendir um leið á að frumvarp ráðherra sé ekki í samræmi við ákvæði siðaregla ráðherra. „Ráðherra leggur sig fram um að tryggja að faglega sé staðið að skipun embættismanna og annarra starfsmanna. Ekki verður séð að ákvæðið í 4. gr. frumvarpsins um heimild ráðherra til að skipa um fimmtung af heildarfjölda sendiherra án auglýsingar eða hæfhiskrafna samræmist 1. mgr. 5. gr. reglnanna. Einnig má benda á ákvæði 4. gr. siðareglna starfsmanna utanríkisþjónustunnar frá 16. apríl 2009 sem settar voru grundvelli laga um utanríkisþjónustuna.“ Þessi áhersla Stefáns á samanburð frumvarpsins við siðareglur ráðherra er mikilvæg, því þótt stjórnmálamenn keppist stundum við að tala um siðareglur sem bitlaus verkfæri sem fyrst og fremst eigi að vera til pælinga, þá er varla hægt að hugsa sér betri innsýn í hve ómerkilegt fyrirbærið er í huga ráðherra þegar jafnvel ný frumvörp eru í hreinni og klárri andstöðu við markmið þeirra. Í slíku umhverfi eru siðareglur lítið annað en hvítþvottur. Stimpill sem hefur ekki annað markmið en að villa um fyrir neytendum um heilnæmi vörunnar. Hunsuðu alþjóðlegan samning gegn spillingu Stefán bendir um leið á að „ekki minnst á einn mikilvægan alþjóðlegan samning sem ísland gerðist aðili að 1. mars 2011, en það er samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu frá 2003. I 7. gr. samnings segir: ,,Hvert samningsríki skal, eftir því sem við á og í samræmi við grundvallarreglur réttarkerfis síns, leitast við að taka upp, viðhalda og efla jyrirkomulag, sem lýtur að nýliðun, ráðningu, ráðningarfestu, framgangi í starfi og starfslokum opinberra starfsmanna og, eftir því sem við á, annarra opinberra embættismanna sem ekki eru kjörnir til embættis, sem: - byggist á meginreglunum um skilvirkni og gagnsæi og á hlutlægum viðmiðunum á borð við veröleika, sanngirni og hæfni,... “ Það hefur rækilega sýnt sig nýlega hversu ómerkilegur þessi samningur er í huga stjórnvalda en Íslands skrópaði einfaldlega á CoSP ráðstefninni í Atlanta sem haldin var nú í desember og vel er þekkt í Samherjamálinu að samningurinn sem hefði átt að tryggja aðgerðir hefur ekki verið fylgt eftir á Íslandi. Þar á meðal ákvæði um framsal, frystingu eigna og samstarf ríkja. Skipan Bjarna á mikilvægustu sendiherrastöðu íslenskrar utanríkisþjónustu getur því ekki talist slys. Stjórnarflokkarnir mótuðu kerfið með þetta í huga þrátt fyrir viðvaranir, alþjóðasamninga og kröfu Ríkisendurskoðunar um úrbætur. Guðlaugur plægði, Bjarni sáði og flokkurinn uppsker. Að vanda borgum við hin svo. Stöndum saman gegn spillingu! Íslandsdeild Transparency International er félag sem starfar á Íslandi og er opið öllum sem hafa áhuga á að efla gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta. Slástu í hópinn og hjálpaðu okkur að berjast gegn spillingu og veita aðhald. Íslandsdeild TI er hluti af rótgrónum regnhlífarsamtökum sem eru með deildir um allan heim. Árni Múli Jónasson, formaður ÍslandsdeildarJóhann Hauksson, stjórnarmaður ÍslandsdeildarAtli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Jóhann Hauksson Atli Þór Fanndal Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning Jóns Þorlákssonar, stofnanda Sjálfstæðisflokksins 1930, kemur upp í hugann þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að skipa Svanhildi Hólm, vinkonu sína, flokkssystur og samverkakonu, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Orð þessi skrifaði Jón í blaðagrein 1928. Þetta ákveður Bjarni eftir að hafa hrökklast úr fjármálaráðuneytinu yfir í utanríkisráðuneytið fyrir þær sakir að hafa selt föður sínum hluti almennings í Íslandsbanka. Eitt af fyrstu verkum hans í nýju vinnunni var að samþykkja morðæði Ísraelsmanna á Gaza með hjásetu í alþjóðasamfélaginu. Næsta verk Bjarna utanríkisráðherra var að ráða flokksholla samverkakonu sem sendiherra í krafti aulalegra og frumstæðra laga um utanríkisþjónustuna sem tyllir undir geðþótta ráðherra til að skipa vini og flokkssystkyn sem sendifulltrúa þjóðarinnar. (Tekið skal fram að hér er ekkert verið að ræða um verðleika þeirra sem hnoss Flokksins hljóta. Þeir kunna að vera rétt metnir en það er ekki efni þessarar greinar). Sagan endalausa „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleygu orð stofnanda Sjálfstæðisflokksins komu líka upp í hugann þegar Björn Bjarnason, innvígður og innmúraður Sjálfstæðismaður og þá dómsmálaráðherra, skipaði árið 2003 Ólaf Börk Þorvaldsson, náfrænda Davíðs Oddssonar, dómara við Hæstarétt. „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleygu orð Jóns Þorlákssonar, stofnanda Sjálfstæðisflokksins komu líka upp í hugann þegar Geir H. Haarde, innvígður Sjálfstæðis- og Eimreiðarhópsmaður og settur dómsmálaráðherra eitt andartak í stað Björns Bjarnasonar skipaði innvígðan Eimreiðarhóps- og Sjálfstæðismanninn, Jón Steinar Gunnlaugsson, dómara við Hæstarétt árið 2004. „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning stofnanda Sjálfstæðisflokksins kom einnig upp í hugann þegar Árni Mathiesen fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og settur dómsmálaráðherra í stað Björns Bjarnasonar, í kortér, rétt fyrir jónlin 2007, skipaði Þorstein Davíðsson héraðsdómara. Son Davíðs Oddssonar höfuðpaurs Sjálfstæðisflokksins og Eimreiðarhópsins. Þessar aðferðir Sjálfstæðisflokksins til að koma sínu fólki að kjötkötlunum með kúbeini og járnkarli kostuðu á endanum skattgreiðendur stórfé vegna málaferla. Áróðursmaskína „Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Þessi fleyga setning stofnanda Sjálfstæðisflokksins var áreiðanlega ekki í huga Birgis Ísleifs Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, þegar hann skipaði Hannes Hólmstein Gissurarson, flokksbróður sinn úr Eimreiðarhópnum, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1988. Þetta gerði hann með þeim orðum að skólanum gæti gagnast „skoðanir“ hans. Flokksbræður Hannesar Hólmsteins í fjármálaráðuneytinu, Árni Mathiesen og Bjarni Benediktsson, áttu síðar eftir að opna „ríkisféhirsluna“ ríkulega fyrir Hannesi til að skrifa pantaðar skýrslur, sveipaðar trúverðugleika Félagsvísindastofnunar eða viðlíka. Þær gátu verið um skattalækkanir (helsta áhugamál ríka fólksins í Flokknum og frjálshyggjunnar), ómálefnalegt skítkast í garð útlendinga vegna bankahrunsins eða ófrægingaráróður um óþægilega andstæðinga eins og Stefán Ólafsson prófessor. Áðurnefndur Jón Steinar Gunnlaugsson var eitthvað pirraður um daginn vegna bókar Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna og skrifaði meðal annars: „Svo stendur á að félagarnir í þessum hópi hljóta að hafa verið góðum kostum búnir, því nokkrir þeirra völdust til áhrifamikilla trúnaðarstarfa í þágu íslensku þjóðarinnar og urðu því kunnir almenningi. Til allra þessara starfa voru þeir valdir á þann hátt sem lög og lýðræðislegar meginreglur kveða á um.“ Um þetta má kannski hafa yfir hið fornkveðna: Með lögum (sem Flokkurinn setur) skal land byggja. Guðlaugslögin galopnuðu á bitlinga Það var um miðjan desember 2020 sem Alþingi samþykkti ný lög frá þáverandi utanríkisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem útvíkkuðu vald ráðherra til að skipa sendiherra því sem næst að eigin hentisemi án auglýsinga eða sértæktrar hæfni. Ráðherra talaði á þeim tíma digurbarkalega um þátt sinn í að nútíma- og fagvæða utanríkisþjónustuna. Guðlaugur Þór gaf hressilega til kynna að utanríkisþjónustan væri útþanin og að allt of margir sendiherrar væru skipaðir. Það væri jú sérstakt vandamál. Allt var þetta orðskrúð í litlu samhengi við frumvarp ráðherra, sem þrátt fyrir yfirlýsingar hans, galopnaði fyrir órökstuddar skipanir. Án þessara breytinga Guðlaugs Þórs hefði Bjarni mátt hafa talsvert meira fyrir því að skipa pólitískan trúnaðarmann sinn og spunameistara til margra ára í mikilvægustu sendiherrastöðu íslenskrar utanríkisþjónustu. Fyrri lög stöðvuðu ekki slíkar skipanir en með lagasetningunni 2020 voru þær einfaldlega lögleiddar; færiband bitlinganna hafði verið smurt og beið tilbúið til gangsetningar. Orðaskrúð um umbætur Samhliða hressilegum yfirlýsingum ráðherra, sem opinberlega var endurvarpað án mikils aðhalds, vöruðu umsagnaraðilar við breytingunum. „alvarlegra er þó það ákvæði frumvarpsins sem gerir ráð fyrir því að ráðherra geti skipað allt að fimmtung sendiherra án auglýsingar, tímabundið í fimm ár, án möguleika á framlengingu.[...] Engar hæfnis- eða menntunarkröfur eru tilteknar í frumvarpinu fyrir þá sem skipaðir eru með þessum hætti,“ segir meðal annars í umsögn Gagnsæis, samtaka gegn spillingu sem í dag eru Transparency International Iceland. Í umsögninni er bent á að með breytingunni hafi í raun verið að auka vald utanríkisráðherra til skipana án rökstuðnings og hæfniskrafa en ekki minnka, eins og haldið hafði verið fram. „Þetta hefur verið kynnt með þeim hætti að verið sé að draga úr valdi ráðherra, því skv. núverandi lögum getur sá sem gegnir embætti utanríkisráðherra skipað eins marga sendiherra eins og honum sýnist. Raunin er hins vegar sú að vegna þess hve pólitískar skipanir í sendiherraembætti hafa verið umdeildar í gegnum tíðina, þá hafa ráðherrar í langflestum tilvikum farið afar sparlega með þetta vald sitt. Nú koma t.d. aðeins tveir sendiherrar úr hópi stjórnmálamanna. Þetta ákvæði myndi hins vegar lögfesta heimild til að skipa allt að sex sendiherra á hverjum tíma, pólitískt, án hæfniskrafna eða lágmarksmenntunar, og án auglýsingar eða valferlis.“ Vandamálið löngu þekkt Árið 2015 hafði Ríkisendurskoðun birt skýrslu um rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands. Í skýrslunni voru ýmsar aðfinnslur, þar á meðal gagnrýni á undanþáguákvæði fyrir utanríkisþjónustuna vegna laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Ríkisendurskoðun hvetur utanríkisráðuneyti til að beita sér fyrir því að undanþáguákvæðið verði fellt úr lögum um utanríkisþjónustu Íslands,“ segir í skýrslunni. Lögin sem samþykkt voru 2020 voru einmitt svar við kröfu um umbætur. Það var opinbera sagan og áliti ríkisendurskoðunar óspart beitt til að draga úr gagnrýni. „,Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að opinber embœtti séu ávallt auglýst til umsóknar og að skipun byggi á faglegum rökstuðningi. I utanríkisþjónustunni ætti þetta að gilda þegar hefðbundnu framgangsferli er ekki fylgt, þ.e. þegar utanaðkomandi einstaklingar eru skipaðir sendiherrar,“ segir ennfremur í skýrslunni. Í andstöðu við siðareglur Á þetta var bent í umsögnum meðal annars af Stefáni Skjaldarsyni sendiherra sem ritaði afar góða umsögn. „í frumvarpinu er farin þveröfug leið við ábendingar Ríkisendurskoðunar, í því er lagt til að ráðherra geti skipað án auglýsingar og hæfnisviðmiða í einmitt þau embætti sem Ríkisendurskoðun leggur til að verði auglýst,“ segir Stefán í bréfi til utanríkisnefndar. Stefán bendir um leið á að frumvarp ráðherra sé ekki í samræmi við ákvæði siðaregla ráðherra. „Ráðherra leggur sig fram um að tryggja að faglega sé staðið að skipun embættismanna og annarra starfsmanna. Ekki verður séð að ákvæðið í 4. gr. frumvarpsins um heimild ráðherra til að skipa um fimmtung af heildarfjölda sendiherra án auglýsingar eða hæfhiskrafna samræmist 1. mgr. 5. gr. reglnanna. Einnig má benda á ákvæði 4. gr. siðareglna starfsmanna utanríkisþjónustunnar frá 16. apríl 2009 sem settar voru grundvelli laga um utanríkisþjónustuna.“ Þessi áhersla Stefáns á samanburð frumvarpsins við siðareglur ráðherra er mikilvæg, því þótt stjórnmálamenn keppist stundum við að tala um siðareglur sem bitlaus verkfæri sem fyrst og fremst eigi að vera til pælinga, þá er varla hægt að hugsa sér betri innsýn í hve ómerkilegt fyrirbærið er í huga ráðherra þegar jafnvel ný frumvörp eru í hreinni og klárri andstöðu við markmið þeirra. Í slíku umhverfi eru siðareglur lítið annað en hvítþvottur. Stimpill sem hefur ekki annað markmið en að villa um fyrir neytendum um heilnæmi vörunnar. Hunsuðu alþjóðlegan samning gegn spillingu Stefán bendir um leið á að „ekki minnst á einn mikilvægan alþjóðlegan samning sem ísland gerðist aðili að 1. mars 2011, en það er samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu frá 2003. I 7. gr. samnings segir: ,,Hvert samningsríki skal, eftir því sem við á og í samræmi við grundvallarreglur réttarkerfis síns, leitast við að taka upp, viðhalda og efla jyrirkomulag, sem lýtur að nýliðun, ráðningu, ráðningarfestu, framgangi í starfi og starfslokum opinberra starfsmanna og, eftir því sem við á, annarra opinberra embættismanna sem ekki eru kjörnir til embættis, sem: - byggist á meginreglunum um skilvirkni og gagnsæi og á hlutlægum viðmiðunum á borð við veröleika, sanngirni og hæfni,... “ Það hefur rækilega sýnt sig nýlega hversu ómerkilegur þessi samningur er í huga stjórnvalda en Íslands skrópaði einfaldlega á CoSP ráðstefninni í Atlanta sem haldin var nú í desember og vel er þekkt í Samherjamálinu að samningurinn sem hefði átt að tryggja aðgerðir hefur ekki verið fylgt eftir á Íslandi. Þar á meðal ákvæði um framsal, frystingu eigna og samstarf ríkja. Skipan Bjarna á mikilvægustu sendiherrastöðu íslenskrar utanríkisþjónustu getur því ekki talist slys. Stjórnarflokkarnir mótuðu kerfið með þetta í huga þrátt fyrir viðvaranir, alþjóðasamninga og kröfu Ríkisendurskoðunar um úrbætur. Guðlaugur plægði, Bjarni sáði og flokkurinn uppsker. Að vanda borgum við hin svo. Stöndum saman gegn spillingu! Íslandsdeild Transparency International er félag sem starfar á Íslandi og er opið öllum sem hafa áhuga á að efla gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta. Slástu í hópinn og hjálpaðu okkur að berjast gegn spillingu og veita aðhald. Íslandsdeild TI er hluti af rótgrónum regnhlífarsamtökum sem eru með deildir um allan heim. Árni Múli Jónasson, formaður ÍslandsdeildarJóhann Hauksson, stjórnarmaður ÍslandsdeildarAtli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar