„Eina leiðin til að bjarga henni var að fara út í“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. desember 2023 10:06 Bergþóra tók það ekki í mál að láta hundana drukkna í ánni. eiður h eiðsson „Þetta var nú ekkert svakalegt, ég blotnaði bara vel og var lengi að ná upp hita,“ segir Bergþóra Eiðsdóttir sem kom hundi sínum til bjargar sem slysaðist út í Sogið í Þorláksmessugöngu. Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson Dýr Ölfus Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson
Dýr Ölfus Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira