Leikstjórinn sagði í samtali við Business Insider árið 2020 að við gerð myndarinnar Home Alone: Lost in New York hafi framleiðendur fengið að taka upp á hinum ýmsu stöðum í borginni gegn gjaldi.
Hann sagði framleiðendur myndarinnar hafa leitað til Plaza hótelsins í New York í von um að fá að taka upp senu í anddyri hótelsins, ekki sé möguleiki að byggja anddyrið í hljóðveri.
„Trump sagði: Allt í lagi. Við borgum gjaldið. En hann sagði líka: Ykkur býðst bara að taka upp á hótelinu ef ég er í myndinni,“ sagði Columbus í viðtalinu.
Columbus gaf í skyn að hann hefði óttast að framkoma Trump í myndinni myndi þykja leiðinleg en svo varð ekki.
„Þegar við sýndum myndina í fyrsta skiptið gerðist svolítið skrítið. Fólk fagnaði þegar Trump birtist á skjánum. Þá sagði ég við klipparann minn: Höfum hann í myndinni. Þetta er augnablik fyrir áhorfendur. En hann hrelldi sig vissulega inn í myndina,“ sagði Columbus.