Tvíeyki tók gaskúta Grindvíkinga ófrjálsri hendi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:31 Óprúttnir aðilar hafa látið greipar sópa á sólpöllum Grindvíkinga í fjarveru þeirra. Vísir/Arnar Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast. „Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“ Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
„Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“
Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54