Ósáttur við skipulag í Bláfjöllum: „Þetta er ekki fólki bjóðandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 23:14 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Bláfjöll í dag. Langar raðir mynduðust í kjölfarið. Vísir Sigurður Ásgeir Ólafsson skíðaiðkandi segir farir sínar ekki sléttar af misheppnaðri Bláfjallaferð sinni í dag. Hann segir skipulagsleysi og troðning sem myndaðist á svæðinu ekki fólki bjóðandi. Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira