Sósíalistaflokkurinn í upphafi 2024 Jökull Sólberg skrifar 3. janúar 2024 08:30 Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun