Flug og blý Ólafur St. Arnarsson skrifar 3. janúar 2024 20:00 Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun