Gleymum ekki grundvallaratriðum Sigríður Mogensen skrifar 4. janúar 2024 10:00 Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða lífsgæða á Íslandi. Þetta virðist oft, og sífellt oftar, gleymast í samfélagsumræðunni. Í umræðu um orkumál er þetta sérstaklega áberandi. Þannig tala ýmis fyrir því að ekki þurfi að framleiða meiri raforku hér á landi því hægt sé að beina núverandi raforkuframleiðslu, sem drífur áfram stóran hluta útflutnings, í önnur verkefni. Það felur einfaldlega í sér afturför í lífskjörum landsmanna. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði þó auðvitað sé alltaf hægt að gera betur á ýmsum sviðum samfélagsins. Þessi staða er ekki tilviljun heldur afrakstur áræðni og stórra ákvarðana sem hafa verið teknar hér á síðastliðnum áratugum. Vöxtur fjölbreyttra útflutningsgreina er forsenda áframhaldandi lífskjarasóknar og þess að hægt sé að reka öflug opinber kerfi, s.s. heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og fjárfesta í menntun þjóðarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Útflutningur hefur orðið sífellt fjölbreyttari á síðustu árum og áratugum en gróflega má nú skipta útflutningstekjum Íslands í fjórar stoðir, sjávarútveg, ferðaþjónustu, orkusækinn iðnað og hugverkaiðnað. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af þessum fjórum útflutningsstoðum, orkusækinn iðnaður, oft nefnt stóriðja, og hugverkaiðnaður. Saman skiluðu þessar tvær stoðir útflutnings 760 milljörðum í útflutningstekjur fyrir íslenskt þjóðarbú árið 2022. SI hafa talað ötult fyrir framförum og hvötum til nýsköpunar á Íslandi til þess að fjórða stoðin, hugverkaiðnaður, geti stækkað og dafnað til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið vel og eru vaxtarhorfur í hugverkaiðnaði góðar til næstu ára. Í umræðu um orkumál er það stundum nefnt að orkusækinn iðnaður taki til sín 80% raforkunnar sem framleidd er. Í þessu sambandi er rétt að minna á eftirfarandi. Uppbygging orkusækins iðnaðar á Íslandi hefur haft í för með sér innviðafjárfestingar sem samfélagið allt nýtur góðs af. Lágt og stöðugt raforkuverð til heimila á Íslandi á síðastliðnum áratugum er ekki síst þessari uppbyggingu að þakka þar sem stórar fjárfestingar hafa leitt til stærðarhagkvæmni við uppbyggingu í raforkukerfinu sem annars hefði ekki verið möguleg. Stærsti raforkuframleiðandi landsins, Landsvirkjun, hagnast nú um 20-25 milljarða á ári vegna langtímasamninga um sölu á raforku til stórnotenda og skilar sá arður sér beint og óbeint til almennings, m.a. í ríkissjóð, og þannig sameiginlega sjóði landsmanna. Arður raforkuframleiðslunnar rennur þannig til þjóðarinnar. Hagsmunir stóriðjunnar og heimila landsins, almennings, fara saman. Meira og minna öll atvinnustarfsemi byggir á orkunýtingu. Það er kannski helst í hugverkaiðnaði sem minni orku er þörf. Hinar þrjár undirstöður verðmætasköpunar á Íslandi byggja á orkunýtingu, stóriðja, sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Orkuskipti snúast um að skipta út olíu fyrir græna orku. Langstærsti þáttur orkuskiptanna er á hafi og í lofti, þ.e.a.s. að knýja skip, stærri tæki og flugvélar með grænu eldsneyti í stað olíu. Það er því ekki hægt að tala þannig að aðeins ein atvinnugrein, stóriðja, sé orkufrek eða orkusækin. Um helmingur verðmætasköpunar á Íslandi byggir í dag á olíunotkun en Ísland flytur inn um milljón tonn af olíu á ári og fer sá innflutningur vaxandi, meðal annars vegna þeirrar staðreyndar að raforkuframleiðsla hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta hefur leitt til skerðinga á raforku til fjölmargra fyrirtækja og að knýja þarf ýmsa atvinnustarfsemi með olíu í stað grænnar orku. Raunar er mun fljótlegra að fá leyfi til raforkuvinnslu sem knúin er með olíu heldur en grænni orku. Þá kemur þetta niður á nýrri atvinnuuppbyggingu um allt land. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna að hér á landi dafni áfram öflugar og fjölbreyttar útflutningsgreinar. Umræða og tal um að færa raforku frá einni atvinnugrein til annarrar í þágu loftslagsmarkmiða er þannig ábyrgðarlaust með öllu. Leiðin til að viðhalda öflugum lífskjörum á Íslandi til framtíðar, á sama tíma og vægi grænnar orku sem kemur í stað olíu, er aukið, er að framleiða meiri græna raforku og styrkja flutnings- og dreifikerfi raforkunnar. Þetta leiðir einnig til aukins orkusjálfstæðis og orkuöryggis hér á landi. Aðrir kostir í stöðunni þýða annaðhvort afturför í lífskjörum eða að olíuinnflutningur mun halda áfram að aukast á næstu árum og áratugum. Hvorugt er gæfulegt fyrir framtíðarhagsmuni Íslands. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigríður Mogensen Orkuskipti Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða lífsgæða á Íslandi. Þetta virðist oft, og sífellt oftar, gleymast í samfélagsumræðunni. Í umræðu um orkumál er þetta sérstaklega áberandi. Þannig tala ýmis fyrir því að ekki þurfi að framleiða meiri raforku hér á landi því hægt sé að beina núverandi raforkuframleiðslu, sem drífur áfram stóran hluta útflutnings, í önnur verkefni. Það felur einfaldlega í sér afturför í lífskjörum landsmanna. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði þó auðvitað sé alltaf hægt að gera betur á ýmsum sviðum samfélagsins. Þessi staða er ekki tilviljun heldur afrakstur áræðni og stórra ákvarðana sem hafa verið teknar hér á síðastliðnum áratugum. Vöxtur fjölbreyttra útflutningsgreina er forsenda áframhaldandi lífskjarasóknar og þess að hægt sé að reka öflug opinber kerfi, s.s. heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og fjárfesta í menntun þjóðarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Útflutningur hefur orðið sífellt fjölbreyttari á síðustu árum og áratugum en gróflega má nú skipta útflutningstekjum Íslands í fjórar stoðir, sjávarútveg, ferðaþjónustu, orkusækinn iðnað og hugverkaiðnað. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af þessum fjórum útflutningsstoðum, orkusækinn iðnaður, oft nefnt stóriðja, og hugverkaiðnaður. Saman skiluðu þessar tvær stoðir útflutnings 760 milljörðum í útflutningstekjur fyrir íslenskt þjóðarbú árið 2022. SI hafa talað ötult fyrir framförum og hvötum til nýsköpunar á Íslandi til þess að fjórða stoðin, hugverkaiðnaður, geti stækkað og dafnað til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið vel og eru vaxtarhorfur í hugverkaiðnaði góðar til næstu ára. Í umræðu um orkumál er það stundum nefnt að orkusækinn iðnaður taki til sín 80% raforkunnar sem framleidd er. Í þessu sambandi er rétt að minna á eftirfarandi. Uppbygging orkusækins iðnaðar á Íslandi hefur haft í för með sér innviðafjárfestingar sem samfélagið allt nýtur góðs af. Lágt og stöðugt raforkuverð til heimila á Íslandi á síðastliðnum áratugum er ekki síst þessari uppbyggingu að þakka þar sem stórar fjárfestingar hafa leitt til stærðarhagkvæmni við uppbyggingu í raforkukerfinu sem annars hefði ekki verið möguleg. Stærsti raforkuframleiðandi landsins, Landsvirkjun, hagnast nú um 20-25 milljarða á ári vegna langtímasamninga um sölu á raforku til stórnotenda og skilar sá arður sér beint og óbeint til almennings, m.a. í ríkissjóð, og þannig sameiginlega sjóði landsmanna. Arður raforkuframleiðslunnar rennur þannig til þjóðarinnar. Hagsmunir stóriðjunnar og heimila landsins, almennings, fara saman. Meira og minna öll atvinnustarfsemi byggir á orkunýtingu. Það er kannski helst í hugverkaiðnaði sem minni orku er þörf. Hinar þrjár undirstöður verðmætasköpunar á Íslandi byggja á orkunýtingu, stóriðja, sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Orkuskipti snúast um að skipta út olíu fyrir græna orku. Langstærsti þáttur orkuskiptanna er á hafi og í lofti, þ.e.a.s. að knýja skip, stærri tæki og flugvélar með grænu eldsneyti í stað olíu. Það er því ekki hægt að tala þannig að aðeins ein atvinnugrein, stóriðja, sé orkufrek eða orkusækin. Um helmingur verðmætasköpunar á Íslandi byggir í dag á olíunotkun en Ísland flytur inn um milljón tonn af olíu á ári og fer sá innflutningur vaxandi, meðal annars vegna þeirrar staðreyndar að raforkuframleiðsla hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta hefur leitt til skerðinga á raforku til fjölmargra fyrirtækja og að knýja þarf ýmsa atvinnustarfsemi með olíu í stað grænnar orku. Raunar er mun fljótlegra að fá leyfi til raforkuvinnslu sem knúin er með olíu heldur en grænni orku. Þá kemur þetta niður á nýrri atvinnuuppbyggingu um allt land. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna að hér á landi dafni áfram öflugar og fjölbreyttar útflutningsgreinar. Umræða og tal um að færa raforku frá einni atvinnugrein til annarrar í þágu loftslagsmarkmiða er þannig ábyrgðarlaust með öllu. Leiðin til að viðhalda öflugum lífskjörum á Íslandi til framtíðar, á sama tíma og vægi grænnar orku sem kemur í stað olíu, er aukið, er að framleiða meiri græna raforku og styrkja flutnings- og dreifikerfi raforkunnar. Þetta leiðir einnig til aukins orkusjálfstæðis og orkuöryggis hér á landi. Aðrir kostir í stöðunni þýða annaðhvort afturför í lífskjörum eða að olíuinnflutningur mun halda áfram að aukast á næstu árum og áratugum. Hvorugt er gæfulegt fyrir framtíðarhagsmuni Íslands. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun