Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 14:51 Kvíarnar sem laxinn slapp úr eru í sunnanverðum Patreksfirðu, undan Kvígindisdal. Egill Aðalsteinsson Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Úttekt MAST má rekja til þess að sunnudaginn 20. ágúst tilkynnti Arctic Sea Farm að tvö göt hefðu fundist á sjókví númer átta í Kvígindisdal. Götin voru hlið við hlið, hvort fyrir sig um 20x30 sentimetrar á stærð. Um 75 þúsund eldislaxar voru í kvínni og meðalþyngd þeirra fimm og hálft kíló. Matvælastofnun kærði slysasleppinguna til lögreglunnar á Vestfjörðum. Helgi Jensson lögreglustjóri ákvað að hætta rannsókn þann 19. desember þar sem talið var að gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis Arctic Sea Farm eða að sakirnar væru miklar. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga hefur sagt lögreglustjóra vanhæfan í málinu. Karl Steinar Óskarsson, sérfræðingur hjá MAST, segir í skoðunarskýrslu MAST frá 20. desember síðastliðnum að MAST hafi strax hafið rannsókn á málinu og kallað eftir köfunarskýrslum sem gætu varpað ljósi á málið. Í ljós hafi komið að fóðrari hafði verið færður að brún kvíarinnar en ekki fjarlægður samkvæmt verklagi fyrirtækisins þegar slátrað var úr kvínni þann 8. ágúst. Hann var enn við kvínna þegar götin uppgötvuðust. Hafa tvö lóð sem hanga neðan úr fóðraranum nuddast í nótina og gert götin á kvínna. Þá kom í ljós að ekki hafði verið viðhaft neðansjávareftirlit við kvínna í 95 daga þegar götin uppgötvuðust. Þá kemur fram að Hafrannsóknarstofnun hafi kannað kynþroska laxa í kvínni. Hann reyndist vera 35 prósent. Á sama tíma var jafngamall fiskur frá öðrum rekstrarleyfishafa, sem fór út sem seiði á sama tíma og fiskurinn í Kvígindisdal, kannaður og reyndist kynþroski þeirra núll prósent. Telur Karl Steinar mega leiða líkum að því að ljósastýring sem á að viðhafa samkvæmt skilyrðum um rekstrarleyfi hafi misfarist hjá Arctic Sea Farm á eldissvæðinu við Kvígindisdal. Arctic Sea hefur til 19. janúar til að tryggja að ljósastýring sé í samræmi við skilyrði um rekstrarleyfi á öllum tímum. Þá skal Arctic Sea huga að innra verklagi, með vísan til mistaka við fóðrara, og tryggja neðansjávareftirlit á sextíu daga fresti. Fiskeldi Ísafjarðarbær Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Úttekt MAST má rekja til þess að sunnudaginn 20. ágúst tilkynnti Arctic Sea Farm að tvö göt hefðu fundist á sjókví númer átta í Kvígindisdal. Götin voru hlið við hlið, hvort fyrir sig um 20x30 sentimetrar á stærð. Um 75 þúsund eldislaxar voru í kvínni og meðalþyngd þeirra fimm og hálft kíló. Matvælastofnun kærði slysasleppinguna til lögreglunnar á Vestfjörðum. Helgi Jensson lögreglustjóri ákvað að hætta rannsókn þann 19. desember þar sem talið var að gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis Arctic Sea Farm eða að sakirnar væru miklar. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga hefur sagt lögreglustjóra vanhæfan í málinu. Karl Steinar Óskarsson, sérfræðingur hjá MAST, segir í skoðunarskýrslu MAST frá 20. desember síðastliðnum að MAST hafi strax hafið rannsókn á málinu og kallað eftir köfunarskýrslum sem gætu varpað ljósi á málið. Í ljós hafi komið að fóðrari hafði verið færður að brún kvíarinnar en ekki fjarlægður samkvæmt verklagi fyrirtækisins þegar slátrað var úr kvínni þann 8. ágúst. Hann var enn við kvínna þegar götin uppgötvuðust. Hafa tvö lóð sem hanga neðan úr fóðraranum nuddast í nótina og gert götin á kvínna. Þá kom í ljós að ekki hafði verið viðhaft neðansjávareftirlit við kvínna í 95 daga þegar götin uppgötvuðust. Þá kemur fram að Hafrannsóknarstofnun hafi kannað kynþroska laxa í kvínni. Hann reyndist vera 35 prósent. Á sama tíma var jafngamall fiskur frá öðrum rekstrarleyfishafa, sem fór út sem seiði á sama tíma og fiskurinn í Kvígindisdal, kannaður og reyndist kynþroski þeirra núll prósent. Telur Karl Steinar mega leiða líkum að því að ljósastýring sem á að viðhafa samkvæmt skilyrðum um rekstrarleyfi hafi misfarist hjá Arctic Sea Farm á eldissvæðinu við Kvígindisdal. Arctic Sea hefur til 19. janúar til að tryggja að ljósastýring sé í samræmi við skilyrði um rekstrarleyfi á öllum tímum. Þá skal Arctic Sea huga að innra verklagi, með vísan til mistaka við fóðrara, og tryggja neðansjávareftirlit á sextíu daga fresti.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27
Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47
Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21