Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 23:32 Sigrún María vonar að Sambíóin fái nýja lyftu í kvikmyndahúsið sem nú er það eina á Akureyri. Samsett Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega. Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega.
Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira