Útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2024 10:21 Dagur B. Eggertsson lætur af störfum sem borgarstjóri 16. janúar næstkomandi. Hann segist nú íhuga næstu skref en út kjörtímabilið verður hann formaður borgarráðs. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina. Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26