Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 16:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi vegið að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja og finnst að Hvalur ætti að leita réttar síns. Vísir/Arnar/Vilhelm Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. „Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29