Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 09:31 Staðan á Elvari Erni Jónssyni virðist skána með hverjum deginum sem líður. Eftir margra vikna meiðslatímabil lítur út fyrir að hann geti verið klár í slaginn með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti. Vísir/Einar Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi. Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira