Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 16:57 Fyrsta geimskot Vulcan eldflaugarinnar heppnaðist vel. United Launch Alliance Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira