Fjalla um reiða strákinn Björgvin sem varð að fyrirmynd Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 07:29 Björgvin Páll Gústavsson hefur fagnað fjölda sigra í íslenska landsliðsbúningnum, frá því að hann kom inn í liðið fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008, þar sem Ísland vann silfur. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í forsíðuviðtali á vef handknattleikssambands Evrópu, í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst á morgun, þar sem hann ræðir um leið sína frá því að vera „reitt barn“ að því að verða fyrirmynd sem gæti hjálpað öðrum. „Sem barn átti ég oft erfitt. Oft leið mér skelfilega. Oft kom ég illa fram við fólk og vissi ekkert hvernig ég átti að takast á við tilfinningar mínar,“ segir Björgvin í upphafi viðtalsins, sem er með fyrirsögninni: „Hvernig reiði strákurinn varð að fyrirmynd“. Björgvin hefur áður gert þessum málum góð skil, meðal annars með bók sinni Barn verður forseti, sem nú er hægt að hlusta á ókeypis bæði á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum hans. View this post on Instagram A post shared by European Handball Federation (@ehf_activities) Handboltinn hjálpaði Björgvini að takast á við lífið og þessi 38 ára „silfurdrengur“ hefur síðan fundið fyrir miklum metnaði til að styðja við börn í sömu sporum og hann var í. „Þegar ég klæði mig í handboltatreyjuna þá líður mér eins og ofurhetju. Þá er ég ekki lengur hræddur. Rétt í þessu var ég óhræddur við að gráta fyrir framan alla strákan í búningsklefanum. Það er allt í lagi að gráta. Það gerir mig ekkert minna hörkutól. Núna finnst mér ég vera orðinn sterkur. Núna get ég byrjað að hjálpa öllum sem líður illa. Það ætti enginn að þurfa að takast á við sársauka einn,“ er haft eftir Björgvini í viðtalinu þar sem hann segir bókaskrif sín hafa losað þungan bakpoka af slæmum tilfinningum af öxlum sér. Það þýði þó ekki að lífið sé núna bara dans á rósum. „Alveg í lagi að líða ekki alltaf vel“ „Mér líður ekki alltaf vel. Það er líka alveg í lagi að líða ekki alltaf vel. Það er í góðu lagi,“ segir Björgvin sem vill eins og fyrr segir hjálpa öðrum að líða betur. Það hefur hann reyndar einnig ósjaldan gert með frammistöðu sinni á handboltavellinum fyrir íslenska landsliðið. „Í dag gegni ég fyrirliðahlutverki hjá íslenska landsliðinu. Það færði mér ánægju. Sérstaklega því ég var vondur við alla. Ég var enginn leiðtogi og hélt að ég gæti aldrei orðið slíkur. Kannski var tilgangurinn minn í lífinu alltaf að vera góð fyrirmynd. Að hjálpa öðrum að líða betur. Vonandi geri ég það bara með því að segja mína sögu. Vonandi lætur sagan mín þér líða aðeins betur,“ segir Björgvin. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Í viðtalinu ræðir Björgvin einnig stuttlega um markmið Íslands á EM, þar sem fyrsti leikur liðsins er afar mikilvæg viðureign við Serbíu á föstudaginn. „Á Íslandi eigum við okkur alltaf stóra drauma. Eftir nokkur mót þar sem við höfum ekki staðist væntingar þá viljum við eitthvað stórt núna, að minnsta kosti farseðil í ólympíuumspilið,“ segir Björgvin. „Árið 2008 spilaði ég á mínum fyrstu Ólympíuleikum í Peking, og mætti Frakklandi og Nikola Karabatic í úrslitaleiknum. Núna dreymir mig að spila í París, og aftur á móti Nikola Karabatic,“ segir Björgvin en Ólympíuleikarnir í sumar fara fram í París. Mun meiri hraði undir stjórn Snorra Búist er við þúsundum Íslendinga í München vegna EM. „Það munu svo margir Íslendingar fylgja okkur, þetta verður risahópur. Og núna erum við með mjög spennandi lið, sérstaklega eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur úr meiðslum,“ segir Björgvin sem nú spilar undir stjórn síns gamla liðsfélaga til margra ára, Snorra Steins Guðjónssonar, líkt og hann gerði áður hjá Val. Saman unnu þeir silfur í Peking og brons á EM 2010. „Snorri átti mjög erfitt verkefni fyrir höndum að velja tuttugu leikmenn, því hópurinn okkar er mjög breiður og fullur af hæfileikum. Undir hans stjórn erum við með nýjan stíl, mikið hraðari,“ segir Björgvin. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
„Sem barn átti ég oft erfitt. Oft leið mér skelfilega. Oft kom ég illa fram við fólk og vissi ekkert hvernig ég átti að takast á við tilfinningar mínar,“ segir Björgvin í upphafi viðtalsins, sem er með fyrirsögninni: „Hvernig reiði strákurinn varð að fyrirmynd“. Björgvin hefur áður gert þessum málum góð skil, meðal annars með bók sinni Barn verður forseti, sem nú er hægt að hlusta á ókeypis bæði á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum hans. View this post on Instagram A post shared by European Handball Federation (@ehf_activities) Handboltinn hjálpaði Björgvini að takast á við lífið og þessi 38 ára „silfurdrengur“ hefur síðan fundið fyrir miklum metnaði til að styðja við börn í sömu sporum og hann var í. „Þegar ég klæði mig í handboltatreyjuna þá líður mér eins og ofurhetju. Þá er ég ekki lengur hræddur. Rétt í þessu var ég óhræddur við að gráta fyrir framan alla strákan í búningsklefanum. Það er allt í lagi að gráta. Það gerir mig ekkert minna hörkutól. Núna finnst mér ég vera orðinn sterkur. Núna get ég byrjað að hjálpa öllum sem líður illa. Það ætti enginn að þurfa að takast á við sársauka einn,“ er haft eftir Björgvini í viðtalinu þar sem hann segir bókaskrif sín hafa losað þungan bakpoka af slæmum tilfinningum af öxlum sér. Það þýði þó ekki að lífið sé núna bara dans á rósum. „Alveg í lagi að líða ekki alltaf vel“ „Mér líður ekki alltaf vel. Það er líka alveg í lagi að líða ekki alltaf vel. Það er í góðu lagi,“ segir Björgvin sem vill eins og fyrr segir hjálpa öðrum að líða betur. Það hefur hann reyndar einnig ósjaldan gert með frammistöðu sinni á handboltavellinum fyrir íslenska landsliðið. „Í dag gegni ég fyrirliðahlutverki hjá íslenska landsliðinu. Það færði mér ánægju. Sérstaklega því ég var vondur við alla. Ég var enginn leiðtogi og hélt að ég gæti aldrei orðið slíkur. Kannski var tilgangurinn minn í lífinu alltaf að vera góð fyrirmynd. Að hjálpa öðrum að líða betur. Vonandi geri ég það bara með því að segja mína sögu. Vonandi lætur sagan mín þér líða aðeins betur,“ segir Björgvin. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Í viðtalinu ræðir Björgvin einnig stuttlega um markmið Íslands á EM, þar sem fyrsti leikur liðsins er afar mikilvæg viðureign við Serbíu á föstudaginn. „Á Íslandi eigum við okkur alltaf stóra drauma. Eftir nokkur mót þar sem við höfum ekki staðist væntingar þá viljum við eitthvað stórt núna, að minnsta kosti farseðil í ólympíuumspilið,“ segir Björgvin. „Árið 2008 spilaði ég á mínum fyrstu Ólympíuleikum í Peking, og mætti Frakklandi og Nikola Karabatic í úrslitaleiknum. Núna dreymir mig að spila í París, og aftur á móti Nikola Karabatic,“ segir Björgvin en Ólympíuleikarnir í sumar fara fram í París. Mun meiri hraði undir stjórn Snorra Búist er við þúsundum Íslendinga í München vegna EM. „Það munu svo margir Íslendingar fylgja okkur, þetta verður risahópur. Og núna erum við með mjög spennandi lið, sérstaklega eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur úr meiðslum,“ segir Björgvin sem nú spilar undir stjórn síns gamla liðsfélaga til margra ára, Snorra Steins Guðjónssonar, líkt og hann gerði áður hjá Val. Saman unnu þeir silfur í Peking og brons á EM 2010. „Snorri átti mjög erfitt verkefni fyrir höndum að velja tuttugu leikmenn, því hópurinn okkar er mjög breiður og fullur af hæfileikum. Undir hans stjórn erum við með nýjan stíl, mikið hraðari,“ segir Björgvin.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira