Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 09:33 Frá geimskotinu um helgina þegar Peregrine var skotið af stað til tunglsins. Geimskotið heppnaðist vel en leki kom á geimfarið. United Launch Alliance Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira