Stefán Árni Pálsson stýrir fyrsta þættinum en gestir hans að þessu sinni eru Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður.
Ísland vann báða æfingaleiki sína gegn Austurríki en frammistaða liðsins var þrátt fyrir á köflum alls ekki sannfærandi.„Mér finnst alls konar viðvörunarbjöllur klingja eftir þessa leiki. Botnlevelið okkar er rosalega lágt. Þegar við erum lélegir erum við alveg rosalega lélegir,“ segir Einar í þættinum.
„Mér finnst enn þurfa að slípa saman varnarleikinn. Ég vil að við sækjum medalíu á þessu móti. Svo koma kaflar sóknarlega sem voru arfaslakir. Við getum ekki spilað endalausan hnoðbolta. Það vantar meira flæði í þetta.“
Hægt er að hlusta á þáttinn hér á Vísi en hann er einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum. Hér má hlusta á Spotify.